Hættur með kærustunni og á leið í meðferð

Pete Davidson.
Pete Davidson. AFP

Grínistinn Pete Davidson er hættur með kærustu sinni Kaiu Gerber og er á leið í geðheilsumeðferð. Davidson og fyrirsætan Gerber höfðu verið saman í þrjá mánuði. 

Samkvæmt heimildum UsWeekly varð sambandið mjög yfirþyrmandi fyrir Gerber sem er aðeins 18 ára gömul. Davidson er 26 ára gamall. „Pete hefur ákveðið háttalag og er mjög ákafur í samböndum sínum. Kaia er aðeins 18 ára og þetta er mikið til að takast á við,“ sagði heimildarmaður UsWeekly. 

Fréttir af sambandsslitunum komu aðeins nokkrum vikum eftir að Davidson grínaðist með það í Saturday Night Live að hann væri á leið í meðferð. „Ég er að fara í „frí“ en tryggingin mín borgar fyrir hluta af því. Þau taka símann manns og skóreimarnar og það kostar mig 100 þúsund [Bandaríkjadali] og samt er ég með herbergisfélaga,“ sagði Davidson. 

Davidson hefur greint frá því opinberlega að hann er greindur með jaðarpersónuleikaröskun og hefur reglulega leitað sér hjálpar vegna andlegra veikinda.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stjórnar ferðinni í lífi þínu. Leyfðu ævintýraþránni að fá útrás og þá verður allt annað, sem þú þarft að gera, svo auðvelt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stjórnar ferðinni í lífi þínu. Leyfðu ævintýraþránni að fá útrás og þá verður allt annað, sem þú þarft að gera, svo auðvelt.