Sýndi magavöðvana í brjóstahaldara

Gwyneth Paltrow mætti í brjóstahaldara og buxum á sýningu Goop …
Gwyneth Paltrow mætti í brjóstahaldara og buxum á sýningu Goop Lab. AFP

Gwyneth Paltrow var ekki kalt þegar hún mætti á frumsýningu á þættinum sínum The Goop Lab í Los Angeles á þriðjudaginn. Magavöðvar Paltrow voru myndaðir í bak og fyrir enda bauð klæðaburðurinn ekki upp á annað. 

Hin 47 ára gamla Paltrow mætti í ljósum toppi sem minnti einna helst á brjóstahaldara. Við toppinn var hún í háum ljósum buxum í stíl. Paltrow er dugleg að sýna línurnar þessa dagana og mætti til að mynda í svo gegnsæjum kjól frá Fendi á Golden Globe-verðlaunahátíðina fyrr í mánuðnum að vel sást í efn­is­lít­il nær­föt henn­ar. 

The Goop Lab eru heimildaþættir sem sýndir eru á Netflix. Fjalla þættirnir um ýmislegt tengt heilsu líkt og fyriræki Paltrow, Goop. Áhugi Paltrow á píkunni fór ekki fram hjá neinum en sjá mátti óð til píkunnar á rauða dreglinum í formi blómaskreytingar. 

Gwyneth Paltrow í píkulandslagi úr blómum.
Gwyneth Paltrow í píkulandslagi úr blómum. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að komast í smáfrí til að endurnýja sjálfan þig til sálar og líkama. Passaðu þig á að láta ekki fullkomnunaráráttuna þvælast fyrir mikilvægum ákvörðunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að komast í smáfrí til að endurnýja sjálfan þig til sálar og líkama. Passaðu þig á að láta ekki fullkomnunaráráttuna þvælast fyrir mikilvægum ákvörðunum.