„Þetta ilmar eins og píkan mín“

Gwyneth Paltrow.
Gwyneth Paltrow. AFP

Ilmkerti geta oft bjargað bestu heimilum og jafnast fátt á við góðan ilm frá ilmkerti. Heitasta ilmkertið í dag er frá Goop, fyrirtæki leikkonunnar og lífsstílssérfræðingsins Gwyneth Paltrow. Ilmkertið sem seldist upp á skotstundu heitir This Smells Like a Vagina eða Þetta ilmar eins og píkan á mér. 

Sagan á bak við nafnið stóð upphaflega á heimasíðu Goop en hefur síðan verið fjarlægt að því er fram kemur á vef Paper Magazine. Nafnið kemur frá samstarfi Paltrow við ilmvatnssérfræðinginn Douglas Little. „Úff þetta ilmar eins og píkan á mér,“ var Paltrow sögð hafa sagt þegar þau voru að prófa sig áfram með nýja ilmi. 

Ilmkertið er sagt minna á píkulykt.
Ilmkertið er sagt minna á píkulykt. Skjáskot/Goop

Paltrow er þekkt fyrir að tala um frumlegar en um leið vafasamar aðferðir sem tengjast heilsu kynfæra. Það kemur því kannski ekki á óvart að hún tengi ilmkerti við píkufnyk sinn. 

Ilmkertið hefur skapað skemmtilega umræðu á samfélagsmiðlum. Kona sem segist vera sérfræðingur í heilsu kynfæra kvenna segist efast um að hún myndi tengja alla þá ilmi sem eru í ilminum sem kertið gefur frá sér við venjulega píku. 

mbl.is