Hljómsveit án hliðstæðna

Kristofer Rodriguez, Ásgeir Óskarsson, Ingibjörg Elsa, Valgeir Guðjónsson, Ragnhildur Gísladóttir, …
Kristofer Rodriguez, Ásgeir Óskarsson, Ingibjörg Elsa, Valgeir Guðjónsson, Ragnhildur Gísladóttir, Guðmundur Pétursson, Eyþór Gunnarsson, Bryndís Jakobsdóttir, Jakob Frímann, Þórður Árnason og Egill Ólafsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lýðræðið gilti þegar Stuðmenn völdu þau 30 lög sem er á efnisskrá 50 ára afmælistónleika sveitarinnar sem haldnir verða í Hörpu nú á laugardaginn, 15. febrúar. Kosning var meðal liðsmanna hljómsveitarinnar um hvaða lög skyldu flutt auk þess sem söngvararnir fengu hver að velja sín tvö lög. Útkoman úr þessu er mikill bálkur; sannkölluð söngbók Íslendinga svo vel þekkir þjóðin lögin eftir langa samfylgd með þessari ástsælu hljómsveit. Tónleikarnir á laugardag eru tvennir; hinir fyrri hefjast kl. 17 og þeir síðari kl. 21. Yfirskriftin er 50 frábær hár.

Gleði Tómasar lifir

Stuðmenn komu fyrst fram sem hljómsveit í Menntaskólanum í Hamrahlíð og upphafsdagurinn er 15. febrúar 1970. Sveitina í þeirri mynd skipuðu þeir Jakob Frímann Magnússon, Valgeir Guðjónsson, Gylfi Kristinsson og Ragnar Danielsen. Þeir tveir síðastnefndu hættu fljótlega og í staðinn kom Þórður Árnason. Á afmælistónleikunum eru þeir Jakob, Valgeir og Þórður í sveitinni og svo Egill Ólafsson, Ragnhildur Gísladóttir, Bryndís Jakobsdóttir, Ásgeir Óskarsson, Eyþór Gunnarsson, Guðmundur Pétursson, Ingibjörg Elsa Turchi og Kristofer Rodriguez.

„Hópurinn þekkist vel, svo ekki þarf að hrista neitt saman,“ segir Jakob Frímann Magnússon. „Stuðmannafílingurinn er viðvarandi og fólk er með sitt á hreinu, svona í stórum dráttum. Húmorinn er alltaf til staðar og yfir svífur andi bassaleikarans Tómasar Tómassonar sem nú er horfinn í aðra vídd. Á æfingum og giggum tryggði hann jafnan gleði og hlátur og færði okkur á ákveðna bylgjulengd. Í því liggur galdurinn meðal annars.“

Talið í og tónninn gefinn

Hálf öld er langur tími, hvað þá í lífi hljómsveita sem fæstar starfa nema í fá ár eða misseri. „Fimmtíu ár upp á hár,“ segir Egill Ólafsson. „Svo getum við líka sagt um fimmtíu bláa skugga, 50 sumur á Sýrlandi, fimmtíu hreindýr, svín og endur og svo framvegis. Það má leika sér með ýmsa titla og stef.“

Talið var í og tóninn gefinn fyrir afmæli Stuðmanna á Rás 2 fyrir helgina þar sem hljómsveitin tók nokkur lög sem og í sjónvarpsþættinum Vikan með Gísla Marteini Baldurssyni á RÚV síðastliðið föstudagskvöld. Þar var meðal annars flutt lagið Elsku vinur eftir þá Auðun Lúthersson upptökustjóra, Egil og Jakob, við texta Þórðar Árnason.

Segja má að ferill Stuðmanna hafi byrjað fyrst af alvöru með plötunni Sumar á Sýrlandi sem út kom árið 1975. Lögin Úti á Stoppistöð, Strax í dag, Tætum og tryllum, Í bláum skugga og Söngur dýranna í Týról náðu strax flugi sem haldist hefur til þessa. Árið eftir kom svo platan Tívolí. Árið 1982 náðu Stuðmenn svo heldur betur flugi með bíómyndinni Með allt á hreinu; meistarastykki sem hvert einasta mannsbarn af mörgum kynslóðum hefur séð og haft gaman af.

Kalda stríðið fjaraði út

Nokkrum árum síðar gerðu Stuðmenn svo kvikmyndina Hvítir mávar, sem rétt eins og fyrri mynd hafði sterkan pólitískan undirtón. Í Mávamyndinni voru í brennidepli bandaríski herinn og kalda stríðið – sem Stuðmenn áttu síðan sinn þátt í að brjóta á bak aftur.

Einstætt þótti þegar sendiherrar Bandaríkjanna og Sovétmanna, þeir Marshall Brement og Evgeníj Kossarov, komu fram með Stuðmönnum á skemmtun á nýársnótt 1986. Ambassadorarnir sungu lagið Nótt í Moskvu og þótti framganga þeirra vitna um þíðu í samskiptum þjóða, enda fór svo að fáum mánuðum eftir söngatriði sendiherranna komu leiðtogar austurs og vesturs til fundar í Reykjavík. Leið svo ekki á löngu að kalda stríðið fjaraði svo út.

Áfram má svo tiltaka ýmis þau ævintýri sem Stuðmenn efndu til fyrr á árum sem vöktu athygli og vaka í minni þjóðar, svo sem uppsetning og framkoma á fjöldamörgum tónlistarhátíðum og viðburðum svo sem á Þjóðhátíð í Eyjum, Atlavík, Húsafelli og Húnaveri. Stuðmenn héldu í víking til Kína árið 1986, fyrst vestrænna hljómsveita sem þar hélt í alvöru tónleikaför um landið, sem stóð vikum saman.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson