Ómáluð Eliza aldrei vinsælli

Eliza Reid birti sjálfu af sér á Instagram og fékk …
Eliza Reid birti sjálfu af sér á Instagram og fékk góð viðbrögð. skjáskot/Instagram

Eliza Reid, forsetafrú Íslands, er vön því að fá góðar viðtökur. Forsetafrúin hefur þó aldrei fengið betri viðtökur við mynd á Instagram en þegar hún birti sjálfu af sér í gær, mánudag. Yfir 650 hafa líkað við mynd Elizu á innan við einum sólarhring. 

Í lítilli færslu á ensku skrifar Eliza að hún kalli daga sem eru án funda og viðburða „daga án farða“, ástæðan er augljós. Segir hún reyndar að hún ætti líka að kalla dagana „þvoði ekki einu sinni á mér hárið dagana“. Hún skrifar síðan að hún hafi tekið myndina sem hún birti til þess að minna alla á að hafa ekki áhyggjur yfir því að birta hina fullkomnu mynd eða sjálfu.  

Eliza hefur áður fengið góð viðbrögð. Yfir 590 aðilar líkuðu við mynd sem Eliza birti af sér og Guðna forseta þann 1. janúar. 

View this post on Instagram

Gleðilegt ár!! Happy New Year!

A post shared by Eliza Reid (@ejr76) on Jan 1, 2020 at 10:35am PST

 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Festa þín gerir það að verkum að enginn reynir að andmæla þér. Farðu varlega í undirritun skjala, lestu smáa letrið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Festa þín gerir það að verkum að enginn reynir að andmæla þér. Farðu varlega í undirritun skjala, lestu smáa letrið.