Sýndi óvart heimilisfangið á Instagram og var myrtur

Pop Smoke var myrtur í Los Angeles í vikunni.
Pop Smoke var myrtur í Los Angeles í vikunni. AFP

Rapparinn Pop Smoke var myrtur á heimili sínu í Los Angeles í Bandaríkjunum aðfaranótt miðvikudags. Morðið á honum hefur vakið athygli í Bandaríkjunum en fyrr um daginn hafði rapparinn óvart deilt heimilisfangi sínu á Instagram. 

Þegar Pop Smoke sýndi frá rándýrum munum sem hann hafði fengið að gjöf frá fyrirtækjum sýndi hann óafvitandi heimilisfang sitt.

Upphaflega var talið að þjófar hefðu brotist inn á heimili hans til að ræna eigum hans og myrt hann í kjölfarið. Eftir nánari skoðun á eftirlitsmyndavélum hefur lögreglan dregið þá ályktun að tilgangur mannanna fjögurra sem brutust inn á heimili hans hafi ekki verið þjófnaður heldur að um skipulagt morð sé að ræða.

Pop Smoke leigði aðeins húsið sem hann var myrtur í en það er í eigu The Real Houswives of Beverly Hills-stjörnunnar Teddi Mellencamp og eiginmanns hennar Edwin Arroyave. Hann var staddur í borg englanna til að kynna tónlist sína.

Honum hafði gengið vel á síðustu mánuðum og átt í árangursríku samstarfi með öðrum þekktum tónlistarmönnum. 

Byggt á umfjöllun TMZ og Vulture um málið.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er rangt að telja að allt viðgangist bara ef það kemst ekki upp. Gættu þess þó að sum mál eru alls ekki ætluð öðrum, þótt góðir séu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er rangt að telja að allt viðgangist bara ef það kemst ekki upp. Gættu þess þó að sum mál eru alls ekki ætluð öðrum, þótt góðir séu.