Sýndi óvart heimilisfangið á Instagram og var myrtur

Pop Smoke var myrtur í Los Angeles í vikunni.
Pop Smoke var myrtur í Los Angeles í vikunni. AFP

Rapparinn Pop Smoke var myrtur á heimili sínu í Los Angeles í Bandaríkjunum aðfaranótt miðvikudags. Morðið á honum hefur vakið athygli í Bandaríkjunum en fyrr um daginn hafði rapparinn óvart deilt heimilisfangi sínu á Instagram. 

Þegar Pop Smoke sýndi frá rándýrum munum sem hann hafði fengið að gjöf frá fyrirtækjum sýndi hann óafvitandi heimilisfang sitt.

Upphaflega var talið að þjófar hefðu brotist inn á heimili hans til að ræna eigum hans og myrt hann í kjölfarið. Eftir nánari skoðun á eftirlitsmyndavélum hefur lögreglan dregið þá ályktun að tilgangur mannanna fjögurra sem brutust inn á heimili hans hafi ekki verið þjófnaður heldur að um skipulagt morð sé að ræða.

Pop Smoke leigði aðeins húsið sem hann var myrtur í en það er í eigu The Real Houswives of Beverly Hills-stjörnunnar Teddi Mellencamp og eiginmanns hennar Edwin Arroyave. Hann var staddur í borg englanna til að kynna tónlist sína.

Honum hafði gengið vel á síðustu mánuðum og átt í árangursríku samstarfi með öðrum þekktum tónlistarmönnum. 

Byggt á umfjöllun TMZ og Vulture um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes