Caroline Flack heiðruð í lokaþætti Love Island

Caroline Flack var minnst í lokaþætti Love Island í gær.
Caroline Flack var minnst í lokaþætti Love Island í gær. AFP

Fyrrverandi kynnir Love Island, Caroline Flack, var heiðruð í lokaþætti þáttanna í gærkvöldi. Flack fannst látin á heimili sínu síðustu helgi. BBC greinir frá.

„Síðastliðin vika hefur verið ótrúlega erfið, að reyna að skilja að við höfum misst vinkonu okkar og samstarfskonu, Caroline,“ sagði núverandi kynnir, Laura Whitmore, í þáttunum sem sýndir eru á ITV2. 

„Caroline elskaði Love Island. Hún elskaði ást og þess vegna ætlum við að tileinka henni lokaþáttinn. Við hugsum til fjölskyldu hennar og allra þeirra sem þekktu hana,“ sagði Whitmore. Whitmore var fengin inn í þættina með stuttum fyrirvara eftir að Flack var ákærð fyrir að hafa beitt kærasta sinn ofbeldi.

Keppendum í Love Island var sagt frá fráfalli Flack á laugardaginn síðasta, ekki fyrir framan myndavélarnar. Í kjölfarið var svo hætt við tvo þætti. Þættirnir sneru svo aftur á mánudaginn fyrir viku þar sem minning Flack var einnig heiðruð. 

Þetta er í fyrsta skipti sem þættirnir eru teknir upp yfir vetrartímann en vanalega hafa þeir staðið yfir að sumri til. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes