Stakk upp á að drekkja og brenna Heard

Johnny Depp og Amber Heard árið 2015.
Johnny Depp og Amber Heard árið 2015. AFP

Ný gögn sem benda til ofbeldis í hjónabandi leikaranna Johnny Depp og Amber Heard komu fram í rétti í London í gær að því er fram kemur á vef The Sun. Depp fór í mál við breska miðilinn eftir að The Sun birti grein árið 2018 sem fjallaði um meint ofbeldi Depp gegn Heard. Málið verður tekið fyrir í mars. 

Skilaboð voru lesin upp en það er möguleiki á því að vanti skilaboð sem skýri samhengi þeirra. Þrátt fyrir það er óumdeilanlegt að sum skilaboðin eru ansi gróf. 

Meðal annars komu fram skilaboð Depp til leikarans Paul Bettany sem lýstu hugmyndum að grófu ofbeldi gegn Heard. „Brennum Amber. Drekkjum henni áður en við brennum hana!!! Ég ætla að ríða brenndu líki hennar til þess að vera viss um að hún sé dauð,“ á Depp að hafa skrifað. 

Einnig komu fram skilaboð sem Depp sendi vini sínum þar sem leikarinn lýsti neyslu sinni. Hét hann því að hætta að drekka. Lýsti Depp því að hafa drukkið ótæpilega áður en hann náði í Heard fyrir flug til Los Angeles og sagði flugferðina hafa verið ljóta. Hann viðurkenndi ekki bara drykkju þar sem hann lýsti því einnig að hafa tekið inn töflur og ekki borðað mat í marga daga. 

Sagði lögmaður The Sun, Adam Wolanski, að skilaboðin hafi verið send eftir atvik þar sem Heard sakaði Depp um að hafa hent í sig hlutum brjálaður í einkaflugvél frá Boston til Los Angeles. Sagði Wolanski skilaboðin undarleg í ljósi þess að Depp sagðist ekki hafa drukkið í fluginu. 

Depp og Heard kynntust við tökur á myndinni The Rum Diary árið 2011. Þau hófu sambúð árið 2012 en giftu sig ekki fyrr en í febrúar 2015. Rúmlega ári seinna eða í maí 2016 sótti Heard um skilnað og nálgunarbann. Heard hefur sakað Depp um heimilisofbeldi en Depp sakar Heard aftur á móti um lygar. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vaða – þú hefur engu að tapa. Einhver fylgist með þér úr fjarlægð. Leyndur hæfileiki skýtur upp kollinum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vaða – þú hefur engu að tapa. Einhver fylgist með þér úr fjarlægð. Leyndur hæfileiki skýtur upp kollinum.