Grínaðist með að hafa greinst með veiruna 1. apríl

Kim Jae-joong hefur beðist afsökunar.
Kim Jae-joong hefur beðist afsökunar. skjáskot/Instagram

Suðurkóreski tónlistarmaðurinn Jaejoong skrifaði í færslu á Instagram, sem hann hefur nú eytt, að hann hafi greinst með kórónuveirusmit í gær, 1. apríl. Jaejoong hefur beðist afsökunar á gríninu.

Tilkynning tónlistarmannsins vakti töluverða athygli á meðal aðdáenda hans og komust fréttirnar í fjölmiðla í gær. Jaejoong er staddur í Japan um þessar mundir og kom meðal annars fram í tónlistarþættinum Utacon 31. mars. Greiningin hefði því haft áhrif á stjórnendur og aðra gesti þáttarins.

Tónlistarmiðillinn Soompi hefur birt þýdda útgáfu af afsökunarbeiðninni. 

„Ég er búinn að átta mig á því að þetta er nokkuð sem ég hefði ekki átt að gera. Ég vil fyrst biðjast afsökunar á samfélagsmiðlafærslunni sem ég skrifaði, ég vil fyrst biðja fólk sem þjáist vegna kórónuveirunnar innilega afsökunar og einnig fólkið sem þessi tilkynning hafði áhrif á. Þetta var ekki góð hugmynd hjá mér,“ skrifaði Jaejoong.

Hann greindi einnig frá því að faðir hans þjáðist af lungnakrabbameini og hefði nýlega farið í aðgerð vegna þess. Hann væri því í miklum áhættuhópi.

Síðast en ekki síst biðlar hann til fólks að taka útbreiðslu veirunnar alvarlega og fylgja fyrirmælum til þess að forðast það að smitast. 

View this post on Instagram

해서는 안 될 행동이라고도 저 스스로도 인식하고 있습니다. 먼저 제가 SNS 쓴 글로 인해 코로나 바이러스 19로 인해 피해 받으신 분들, 행정업무에 지장을 받으신 분들께 진심으로 죄송하다는 말씀과 사과드립니다. 옳지 않다는 판단. 알고 있습니다. 현재 느슨해진 바이러스로부터의 대처 방식과 위험성의 인식. 코로나 바이러스 19로 인해 피해 받을 분들을 최소화시키기 위해 경각심을 가졌으면 하는 마음에서 메시지를 전달하고 싶었습니다. 봄이 찾아와 따뜻해진 계절의 야외에서의 여가생활, 개학이 미뤄지고 여유로워진 시간을 활용한 밀폐된 공간에서의 접촉 등으로 제2의 제3의 코로나 패닉을 낳을 수 있다는 생각에 너무나 무섭습니다. 저의 아버지도 얼마 전 폐암 수술을 받으시고 줄곧 병원에 다니셨습니다. 그러면서 병원에 계신 의료진과 환자들을 보면서 뭔가 화가 나기도 하고 바이러스가 남의 일이 아니라 자신의 일이었다면 하는 생각이 들었습니다. 그래서 정작 코로나 바이러스 19로 인해 벗어나고자 노력하는 분들과는 반대로 평상시와 다를 바 없는 복장과 마스크를 착용하지 않은채 여가생활을 즐기고 계시는 분들이 많다는 이야기에 경각심이 필요 하다 생각 했습니다 다양한 정보매체와 인터넷에서도 크고 작은 주의를 요청하고 있는 가운데 그 이야기를 들어주지 않는 사람들에게 어떻게해서든 현시점의 위험성을 전달하고 싶었습니다. "제발. 귀 기울여주세요. 제발. 아프지 말고 아픔을 겪지 마세요." 라구요. 제 주변에서마저도 확진자가 생겨나고 있습니다. 먼 곳의 이야기가 아니란 걸 확신했고 두려움은 배로 느껴졌습니다. 사람을 잃고 나서야 반성하는 태도는 아무런 도움이 되지 않습니다. 답답하고 힘들지만 지금보다 더.. 조금 더 노력해서 이 힘든 시기를 함께 이겨내고 싶습니다. 오늘의 글..지나치지만, 지나칠 정도의 관심을 가져주신다면 이야를 들어주지 않을까라는 방법이 많은 분들에게 상처를 드리고 비난을 받고 있습니다. 제 글로 인하여 코로나 바이러스를 위해 애쓰시는 정부기관과 의료진들 그리고 지침에 따라 생활을 포기 하며 극복을 위해 힘쓰는 많은 분들께 상심을 드린 점 진심으로 사과드립니다.

A post shared by J_JUN 김재중 ジェジュン (@jj_1986_jj) on Apr 1, 2020 at 4:41am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson