Schlesinger lést af völdum kórónuveirunnar

Adam Schlesinger á sviði árið 2007.
Adam Schlesinger á sviði árið 2007. AFP

Söngvarinn og lagahöfundurinn Adam Schlesinger, sem er þekktastur fyrir að hafa spilað með bandarísku rokkhljómsveitinni Fountains Of Wayne, er látinn 52 ára gamall eftir að hafa smitast af kórónuveirunni.

Hann lést í gærmorgun, að því er The Guardian greinir frá. 

Í yfirlýsingu frá fjölskyldu hans á þriðjudaginn kom fram að hann væri á sjúkrahúsi í New York að berjast við COVID-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur.

„Ég þekkti hann best sem læriföður og vin. Við verðum að taka þetta alvarlega. Fólk er að veikjast og deyja. Það er erfitt að halda sig innandyra en þannig bjargast líf. Passið hvert upp á annað. Hvíldu í friði vinur minn,“ tísti Chris Carrabba úr hljómsveitinni Dashboard Confessional á Twitter.

Lagahöfundurinn þekkti Diane Warren skrifaði: „Hvíldu í friði Adam Schlesinger. Ástarkveðjur og bænir til fjölskyldu hans. Takk fyrir lögin.“

Adam Schlesinger (lengst til vinstri), Rachel Bloom og Jack Dolgen …
Adam Schlesinger (lengst til vinstri), Rachel Bloom og Jack Dolgen með Emmy-verðlaunin fyrir tónlistina í Crazy Ex-Girlfriend. AFP

Vann Grammy- og Emmy-verðlaunin

Schlesinger var þekktastur sem bassaleikari og annar af lagahöfundum í Fountains Of Wayne sem gaf út vinsæl lög á borð við Stacy´s Mom og Hey Julie. Á ferli sínum var Schlesinger einnig tilnefndur til Óskarsverðlaunanna, Golden Globe, Tony, Grammy og Emmy og vann hann tvenn síðastnefndu verðlaunin. Hann var tilnefndur til Óskarsins árið 1997 fyrir titillag myndarinnar That Thing You Do! sem Tom Hanks leikstýrði.

mbl.is

Kórónuveiran

30. maí 2020 kl. 14:00
-1802
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum vinskap, líka þeim, sem þér er lítið um gefið. Félagslífið er að lifna við og þú færð boð í garðveislur í löngum bunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum vinskap, líka þeim, sem þér er lítið um gefið. Félagslífið er að lifna við og þú færð boð í garðveislur í löngum bunum.