BÍÓ: Skrímsli Bong Joon-ho

Fólk á flótta undan sæskrímslinu í The Host.
Fólk á flótta undan sæskrímslinu í The Host.

Hrönn Sveinsdóttir bíóstjóri er gestur páskaþáttar kvikmyndahlaðvarpsins BÍÓ og ræðir við Þórodd og Helga Snæ um kvikmynd óskarsverðlaunaleikstjórans Bong Joon-ho, The Host. Stökkbreytt sæskrímsli gæðir sér á Suður-Kóreumönnum og hamstrar líka nokkra slíka í holræsakerfi Seúl. Samtalið hófst hins vegar á stöðu mála hjá Bíó Paradís og sagði Hrönn m.a. að kórónuveirufaraldurinn hefði sett enn eitt strikið í reikninginn. Bíóinu var lokað 24. mars vegna samkomubannsins og litlar líkur á því að það verði opnað að nýju, eins og heyra má í hlaðvarpinu. 

The Host er ekki öll þar sem hún er séð, skrímslamynd í anda Godzilla á yfirborðinu en undir niðri ádeila á bandaríska herinn og veru hans í Suður-Kóreu. Í upphafi myndar er gríðarmiklu magni af formaldehýði hellt niður á rannsóknarstofu að fyrirskipan starfsmanns bandaríska hersins. Efnið streymir út í ána Han og myndar þar stærðarinnar skrímsli sem er jafnvígt á láði og legi. „Þetta er ameríski herinn að segja Kóreumönnum hvað þeir eigi að gera og hvað ekki, það er undirtónninn í myndinni. Þetta er risastór ádeila,“ segir Hrönn um The Host. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes