Tökur á Verbúðinni eru hafnar

Tökur standa yfir næstu fjórtán vikurnar.
Tökur standa yfir næstu fjórtán vikurnar. Ljósmynd/Aðsend

Tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Verbúðinni eru hafnar og standa þær yfir næstu fjórtán vikur. Tekið verður upp á höfuðborgarsvæðinu og vestur á fjörðum.

Þáttaröðin er í átta hlutum og verður hún frumsýnd á RÚV fyrri hluta næsta árs, að því er kemur fram í tilkynningu.

Ljósmynd/Aðsend

Þáttaröðin er innblásin af raunverulegum atburðum úr íslenskum veruleika. Hún gerist á níunda áratugnum og fjallar um vinahóp sem kemst yfir óhaffæran togara og byggir upp viðskiptaveldi samhliða því að íslensk stjórnvöld innleiða fiskveiðikvóta til að sporna við ofveiði á fiskistofnum við Íslandsstrendur. Sagan gerist í íslensku sjávarþorpi á umbrotsárunum 1983-1991.

Ljósmynd/Aðsend

Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Hlynur Haraldsson fara með aðalhlutverkin en í öðrum burðarhlutverkum eru Gísli Örn Garðarsson, Guðjón Davíð Karlsson, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Anna Svava Knútsdóttir, Pétur Jóhann Sigfússon, Hilmir Snær Guðnason, Sverrir Þór Sverrisson, Ingvar E. Sigurðsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Selma Björnsdóttir, Ingrid Jónsdóttir, Jógvan Hansen og fleiri.

Ljósmynd/Aðsend

Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson og Mikael Torfason skrifa handritið að þáttunum og leikstjórn er í höndum Gísla Arnar, Björns Hlyns og Maríu Reyndal.

Vesturport framleiðir þættina í samstarfi við RÚV, ARTE og Turbine Studios.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það þarf ekki alltaf einhver ósköp til þess að lífga upp á tilveruna. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun ganga upp. Vertu bjartsýn/n.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það þarf ekki alltaf einhver ósköp til þess að lífga upp á tilveruna. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun ganga upp. Vertu bjartsýn/n.