Pældi í að hætta að drekka

Lady Gaga pældi í að hætta að drekka en segist …
Lady Gaga pældi í að hætta að drekka en segist ekki alveg vera komin á þann stað. AFP

Stórstjarnan Lady Gaga segir að hún hafi gælt við hugmyndina um að hætta að drekka áfengi. Gaga kláraði nýverið nýja plötu sem kemur út 29. maí. 

Í viðtali við Apple Music sagði Gaga að á meðan hún vann að plötunni hafi hún hugsað mikið um að verða edrú. 

„Ég tek engin verkjalyf, því það er ekki gott fyrir mig. En ég hef gælt við hugmyndina um að verða edrú. En ég er ekki komin þangað enn þá, en ég gældi við það í gegnum plötuna. Þetta er eitthvað sem mér datt í hug á meðan ég var að vinna mig í gegnum sársauka,“ sagði Gaga. 

Enn fremur segist Gaga vera alveg hætt að reykja. „Ég reykti allan tímann á meðan ég var að gera þessa plötu. Og þegar við vorum búin hætti ég. Þetta var mjög skrítinn en fallegur hlutur sem gæti hafa átt sér stað, að þessi tónlist gerði mig heila á ný,“ sagði tónlistarkonan. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér munu berast fréttir sem koma þér skemmtilega á óvart. Sýndu tillitssemi í umferðinni og varastu að reita aðra til reiði.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér munu berast fréttir sem koma þér skemmtilega á óvart. Sýndu tillitssemi í umferðinni og varastu að reita aðra til reiði.