Jenner var aldrei milljarðamæringur

Kylie Jenner var aldrei milljarðamæringur samkvæmt Forbes.
Kylie Jenner var aldrei milljarðamæringur samkvæmt Forbes. AFP

Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner er ekki milljarðamæringur og var aldrei milljarðamæringur að því er fram kemur í tímaritinu Forbes. Hin unga Jenner vakti mikla athygli á síðasta ári þegar Forbes greindi frá því að hún væri komin langleiðina með að verða yngsti sjálfgerði milljarðamæringurinn. 

Tímaritið sakar Jenner um að hafa logið til um auðævi sín, falsað skjöl og skattskýrslur í því skyni að virðast ríkari en hún er. 

Á síðasta ári seldi Jenner 51% hlut snyrtivörufyrirtæki sínu, Kylie Cosmetics, fyrir 600 milljónir bandaríkjadala. Í skýrslu Forbes í dag kemur fram að þau telji að eftir skatt hafi Jenner aðeins fengið 340 milljónir bandaríkjadala í vasann eftir skatt.

Kylie Jenner, sjálfgerður milljarðamæringur?
Kylie Jenner, sjálfgerður milljarðamæringur? sjáskot/Twitter/@forbes

Forbes greindi skýrslur sex mánuði aftur í tímann frá fyrirtækinu Coty, sem keypti hlutinn í Kylie Cosmetics. Þar kemur fram að upphæðir sem Jenner hafði gefið upp opinberlega um hagnað Kylie Cosmetics á hverju ári frá stofnun þess árið 2016 hafi verið stórlega ýktar.

„Þó við getum ekki sanna að þessi skjöl hafi verið fölsuð (þó það sé líklegt), liggur það í augum uppi að teymi Kylie hafa logið,“ segir í grein Forbes.

Forbes meta auðævi Jenner nú á um 900 milljónir bandaríkjadala og taka þar inn í 340 milljónirnar sem hún fékk frá Coty eftir söluna á Kylie Cosmetics. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson