Feðgarnir KK og Plasticboy sameina krafta

Feðgarnir Kristján Kristjánsson og Kristján Steinn Kristjánsson koma úr ólíkum …
Feðgarnir Kristján Kristjánsson og Kristján Steinn Kristjánsson koma úr ólíkum áttum í tónlist en tekst að blanda þeim ágætlega saman í nýju lagi, Aftur kemur vor. Ljósmynd/Karítas Spanó

Tvennt fornkveðið: Öll él birtir upp um síðir og sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Ekki klisjur, heldur sannindi, sem renna nú í eitt: KK, Kristján Kristjánsson, og Plasticboy sonur hans Kristján (Steinn) Kristjánsson, voru að gefa út lag saman. 

Boðskapur lagsins er boðskapur dagsins: Aftur kemur vor, heitir það. „Þetta er lag um að það birti alltaf til,“ segir Kristján eldri, í samtali Morgunblaðsins við hvorn tveggja í dag. „Það er boðskapur sem er alltaf nauðsynlegur.“

Kristján yngri, sem er í listnámi við Konunglegu akademíuna í Den Haag, sá þann kost vænstan á dögunum að bregða sér heim til Íslands á meðan það versta gengi yfir í heimsfaraldrinum. Hann mætti aftur í kjallarann heim, og fór eins og aðrir að fara út í gönguferðir.

„Ég hafði saknað fjallanna og þegar ég kom heim og fór að taka þau inn, virkilega horfa á þau, þá var útkoman eiginlega bara þetta lag. Ég byrjaði að glamra á gítarinn þegar ég kom heim og það varð til,“ segir hann. 

Hvað það var nákvæmlega sem hann sá í fjöllunum má finna vísbendingu um í þessari línu lagsins: „Er ég stend úti á klakanum, finn fyrir fjöllunum, segja mér hver ég er.“

Ljósmynd/Lóa Yona Fenzy

Fyrsta formlega lag þeirra feðga 

Það var síðan svo að segja í miðju glamri sem Kristján eldri blandaðist í málið og fór að raula með syni sínum. Þeir hafa áður gert tónlist saman en þó aldrei þannig að þeir hafi gefið saman út lag, heldur hafði sá eldri hjálpað til við að radda lögin hjá syni sínum og annað slíkt.

Feðgana langar að gera í það minnsta eitt enn lag saman í sumar, segja þeir. Hæg eru heimatökin, þeir verða skiljanlega ekki á of miklu flakki og búa saman í Laugardal. Önnur síður listrænni samstarfsverkefni eru þá fyrirhuguð: Vonir KK standa til að fá Plasticboy til að hjálpa til við að skipta um klæðningu á húsinu í sumar. Þess á milli, músík.

Tónlistarmyndband

Tónlistarmyndbandinu leikstýrði Móki (Jóhann Ingi Skúlason). Leikmynd: Melkorka Embla Hjartardóttir, stílisti: Karítas Spanó, ljósmyndir: Lóa Yona Zoé Fenzy.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson