Hemsworth í vígamóð

Chris Hemsworth öðlaðist frægð fyrir að leika ofurmennið og guðinn …
Chris Hemsworth öðlaðist frægð fyrir að leika ofurmennið og guðinn Þór í Marvel-myndunu en reynir nú fyrir sér í annars konar hlutverkum. AFP

Chris Hemsworth leikur málaliðann Tyler Rake í Netflix-ofbeldismyndinni Extraction sem rætt er um í kvikmyndahlaðvarpinu BÍÓ að þessu sinni. Tugir eða jafnvel hundruð manna falla í valinn svo bjarga megi 14 ára syni eiturlyfjabaróns í Mumbai á Indlandi úr klóm eiturlyfjabaróns í Dakka í Bangladess. 

Þessi mjög svo ofbeldisfulla mynd kvikmynd lagðist sæmilega í hlaðvarpsmenn þegar að hasar kemur og slagsmálaatriðum en öllu síðra þótti þeim handritið og áberandi skortur á spaugi. Margt er vel gert í hasarnum enda leikstjórinn, Sam Hargrave, margreyndur í hönnun og skipulagningu áhættuatriða í kvikmyndum en þetta er fyrsta myndin sem hann leikstýrir. 

Hér má sjá stiklu myndarinnar:

Hemsworth hefur stimplað sig vel inn sem hasarhetja enda þekktastur fyrir túlkun sína á guðinum Þór í Marvel-myndunum vinsælu. Hér er hann á öllu dramatískari nótum og þjáður bæði á líkama og sál, líkt og oft vill verða með málaliða í hasarmyndum. Hlutverkið býður ekki upp á mikil tilþrif hjá Hemsworth sem stendur sig engu að síður ágætlega. 

Myndin fer vel af stað en hlaðvarpsmenn voru á því að hún væri fulllöng fyrir heldur rýra sögu. Hlaut myndin lauslega stjörnugjöf frá tveimur yfir í þrjár. Þeir sem eru í leit að hasar og hamagangi ættu þó ekki að vera sviknir. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert svo sjálfstæður að stundum manstu ekki eftir því að biðja um hjálp. Reyndu að minna þig á forgengileika hlutanna.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert svo sjálfstæður að stundum manstu ekki eftir því að biðja um hjálp. Reyndu að minna þig á forgengileika hlutanna.