Hálfur álfur

Búklaus álfapabbi stígur dans með táningssonum sínum tveimur í nýjustu …
Búklaus álfapabbi stígur dans með táningssonum sínum tveimur í nýjustu teiknimynd Pixar, Áfram.

Bláir táningsálfar fá síðbúna gjöf frá látnum föður sínum, galdrastaf og galdraþulu til að kalla hann til heims hinna lifandi. Þeim tekst ekki betur til en svo að faðirinn birtist aðeins hálfur, upp að mitti og er því aðeins hálfur álfur. Hefst þá ævintýraleg leit að efri hlutanum.

Þannig má í stuttu máli lýsa hinni furðulegu teiknimynd Onward, eða Áfram eins og hún heitir á íslensku. Tveir ungir álitsgjafar, Ólafur Þór 13 ára og Pétur Bragi 9 ára, ræða við föður sinn og  umsjónarmann kvikmyndahlaðvarpsins BÍÓ um teiknimyndina sem hlaut allt frá tveimur og hálfri stjörnu í einkunn yfir í fjórar og hálfa hjá feðgunum. Umfjöllun feðganna um álfafeðganna bláu má hlusta á hér fyrir neðan. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að leggja þig fram og ná aftur stjórn á hlutunum. Reyndu ekki að vera örlátur heldur beittu almennri skynsemi og verndaðu eigin hagsmuni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að leggja þig fram og ná aftur stjórn á hlutunum. Reyndu ekki að vera örlátur heldur beittu almennri skynsemi og verndaðu eigin hagsmuni.