Steve Bing látinn 55 ára að aldri

Steve Bing er látinn.
Steve Bing er látinn. AFP

Kvikmyndaframleiðandinn og viðskiptamaðurinn Steve Bing er látinn 55 ára að aldri. Hann kom að framleiðslu fjölda kvikmynda og skrifaði meðal annars handritið að kvikmyndinni Kangaroo Jack. Deadline greinir frá.

Hann fannst látinn fyrir utan lúxusíbúðabyggingu í Century City í Kaliforníu í gær, mánudag. Dánarorsök hefur ekki verið gefin út, en Bing er talinn hafa stokkið ofan af byggingunni.

Bing var barnsfaðir bresku leikkonunnar Elizabeth Hurley en þau eignuðust saman soninn Damian. Bing neitaði lengi vel að vera faðir drengsins en í DNA-prófi árið 2002 kom í ljós að hann væri faðir hans. 

Bing lætur einnig eftir sig dótturina Kiru Bonder, sem hann átti með tenniskonunni Lisu Bonder. 

Elizabeth Hurley og Steve Bing áttu saman soninn Damian.
Elizabeth Hurley og Steve Bing áttu saman soninn Damian. AP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.