Sækir um skilnað eftir 24 ára hjónaband

Nicole Young hefur sótt um skilnað við Dr. Dre.
Nicole Young hefur sótt um skilnað við Dr. Dre. AFP

Nicole Young, eiginkona rapparans Dr. Dre, hefur sótt um skilnað. Dr. Dre og Young gengu í það heilaga 25. maí 1996 og hafa því verið gift í 24 ár. 

Young sótti um skilnaðinn á mánudaginn. Þau eiga tvö uppkomin börn saman, þau Truice 23 ára og hina 19 ára Truly, svo forræðisdeila mun ekki flækja skilnaðinn. 

Dre á fjögur börn úr fyrra sambandi, þær Tyru og La Tönyu Danielle og synina Marcel og Curtis. Sonur hans Andre Young Jr. lést tvítugur að aldri árið 2008. 

Young var áður gift NBA-körfuboltamanninum Sedale Threatt.

Young og Dr. Dre skrifuðu ekki undir kaupmála þegar þau gengu í það heilaga. Auðæfi Dr. Dre eru metin á um 800 milljónir bandaríkjadala samkvæmt Forbes.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur látið hlutina danka heima fyrir, en verður nú að bretta upp ermarnar og gera eitthvað. Hafðu hugfast að áhyggjur breyta engu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur látið hlutina danka heima fyrir, en verður nú að bretta upp ermarnar og gera eitthvað. Hafðu hugfast að áhyggjur breyta engu.