Mál Depps gegn The Sun tekið fyrir

Leikarinn Johnny Depp á leið í dómssal í dag.
Leikarinn Johnny Depp á leið í dómssal í dag. AFP

Réttarhöld hófust í London í dag í máli leikarans Johnnys Depps gegn breska miðlinum The Sun. Depp höfðar meiðyrðamálið vegna frétta Sun um að hann hafi beitt fyrrverandi eiginkonu sína, leikkonuna Amber Heard, ofbeldi. 

Depp höfðar mál gegn útgefanda Sun, News Group Newspapers (NGN), og ritstjóranum Dan Wootton vegna fréttar sem birtist í apríl árið 2018 þar sem hann var kallaður ofbeldismaður (e. wife beater).

Heard hefur opinberlega sakað Depp um að hafa beitt sig ofbeldi á meðan þau voru gift. Þau gengu í það heilaga í febrúar 2015 en hún sótti um skilnað 15 mánuðum seinna. 

Heard og Depp sáust á leið til réttarhaldanna í dag í London og bæði voru þau með klút fyrir vitunum.

Amber Heard á leið til réttarhaldanna.
Amber Heard á leið til réttarhaldanna. AFP

NGN hefur áður reynt að láta málið niður falla, en dómarinn Andrew Nicol ákvað í síðustu viku að málið yrði tekið fyrir.

Á meðal vitna í málinu eru fyrrverandi makar Depps, söngkonan Vanessa Paradis og leikkonan Winona Ryder, en þær munu bera vitni í gegnum fjarfundabúnað. Gert er ráð fyrir að réttarhöldin taki þrjár vikur.

Frétt BBC.

Depp og Heard giftu sig árið 2015 en hún sótti …
Depp og Heard giftu sig árið 2015 en hún sótti um skilnað 15 mánuðum síðar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson