Fyrrverandi vinkona Melaniu Trump gefur út bók um hana

Stephanie Winston Wolkoff hyggst gefa út bók um vinasamband sitt …
Stephanie Winston Wolkoff hyggst gefa út bók um vinasamband sitt og Melaniu Trump. AFP

Stephanie Winston Wolkoff, fyrrverandi vinkona og ráðgjafi Melaniu Trump forsetafrú Bandaríkjanna, hyggst gefa út bók um samband sitt við forsetafrúna. 

Samkvæmt heimildum Vanity Fair mun bók Winston Wolkoff fjalla um 15 ára vináttu hennar og Melaniu. Winston Wolkoff vann fyrir Melaniu um árabil og fylgdi þeim hjónum í Hvíta húsið. Hún var einn af hennar nánustu ráðgjöfum þar til henni var úthýst úr forsetabústaðnum. 

Áætlað er að bókin komi út þann 1. september. 

Þetta er ekki eina bókin sem er í bígerð um hjónin í Hvíta húsinu en Donald Trump hefur gert margar tilraunir til að koma í veg fyrir að frænka hans, Mary Trump, gefi út bók um hann. Áætlað er að sú bók komi út á þriðjudaginn í næstu viku. 

Þar að auki gaf fyrrum þjóðaröryggisrágjafi Bandaríkjaforseta, John Bolton, út bók um Trump í júní síðastliðinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Málið er bara að halda ró sinni, hvað sem á dynur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Málið er bara að halda ró sinni, hvað sem á dynur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav