Svona lítur Linda Evans út í dag

Linda Evans lék Krystle í Dynasty þáttunum.
Linda Evans lék Krystle í Dynasty þáttunum. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Linda Evans 77 ára og heldur sér vel. Margir muna eftir henni í hlutverki Krystle Carrington í Dynasty á níunda áratugnum. 

Evans hefur ekki mikið leikið eftir að hafa sagt skilið við Dynasty þættina 1989 ef frá eru taldir nokkrir endurkomu þættir. Hún hefur hins vegar komið fram í þáttum á borð við Hell´s Kitchen og gefið út matreiðslubók í kjölfarið. Þá hefur hún alltaf haft mikinn áhuga á líkamsrækt í gegnum tíðina og hefur rekið líkamsræktarstöðvar og gefið út bækur um heilsurækt. Ætla má að það útskýri að einhverju leyti unglegt útlit hennar hins vegar hefur hún talað opinskátt um að hafa gengist undir lýtaaðgerðir og viðurkennir að hafa ef til vill gengið of langt í þeim málum. 

„Stundum hef ég tekið ákvarðanir sem ég sé svo eftir. Ég held að allir sem horfi á mig sjái að ég hef látið lagfæra hitt og þetta. Fólk veit hvernig maður ætti að líta út og afhverju maður gerir það ekki,“ sagði Evans í viðtali við ABC news 2009.

Evans er tvífráskilin, barnlaus og býr í Washington fjarri glaum Hollywood. Um tíma var hún í sambandi við gríska píanóleikarann Yanni sem er tólf árum yngri en þau hættu svo saman 1998. 

Árin hafa farið mildum höndum um Lindu Evans.
Árin hafa farið mildum höndum um Lindu Evans. Samsett mynd
Aðalleikararnir í Dynasty sjónvarpsþáttunum.
Aðalleikararnir í Dynasty sjónvarpsþáttunum.
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að leggja þig fram og ná aftur stjórn á hlutunum. Reyndu ekki að vera örlátur heldur beittu almennri skynsemi og verndaðu eigin hagsmuni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að leggja þig fram og ná aftur stjórn á hlutunum. Reyndu ekki að vera örlátur heldur beittu almennri skynsemi og verndaðu eigin hagsmuni.