Biðja Rowling afsökunar og greiða henni bætur

J.K. Rowling, höfundur Harry Potter bókanna.
J.K. Rowling, höfundur Harry Potter bókanna. AFP

Breska vefsíðan The Day hefur beðið rithöfundinn J.K. Rowling afsökunar og fallist á að greiða henni bætur. Bæturnar munu renna til góðgerðarmáls að vali Rowling.

Rowling fór í mál gegn vefnum eftir að þar birtist færsla þar sem lesendum var ráðlagt gegn því að lesa bækur Rowling. The Day er vefur sem breska menntamálaráðuneytið mælir sérstaklega með fyrir ungmenni sem vilja taka þátt í umræðum um málefni líðandi stundar. 

Rowling er einn þekktasti rithöfundur Bretlands en hún skrifaði bækurnar um galdrastrákinn vinsæla Harry Potter.

Umrædd færsla bar titilinn „Potterheads aflýsa Rowling eftir tíst um transfólk“ og í henni var Rowling borin saman við listamanninn Pablo Picasso og tónskáldið Richard Wagner. Í henni var rætt um meinta transfordóma Rowling og ungmenni beðin um að velta fyrir sér hvort hægt sé að njóta listar sem sköpuð er af „innilega illa innrættu fólki“.

Rowling hefur verið sökuð um fordóma eftir að hún gagnrýndi orðalagið „fólk sem fer á blæðingar“. „Fólk sem fer á blæðing­ar. Ég er nokkuð viss um að það hafi verið til orð fyr­ir slíkt fólk. Get­ur ein­hver hjálpað mér? Wum­ben? Wimpund, Woomud?“ skrifaði Rowl­ing á Twitter í byrjun júní. 

The Day, sem ritstýrt er af Richard Addis fyrrum ritstjóra Daily Express, hefur beðist afsökunar á greininni. „Við göngumst við því að í grein okkar var ýjað að því að ummæli J.K. Rowling væru andstyggileg og að hún hafi ráðist á transfólk. Við gagnrýndum Rowling persónulega í greininni og lögðum það til við lesendur okkar að þeir ættu að sniðganga verk hennar og smána hana til þess að breyta hegðun sinni. Okkar tilgangur var að vekja umræðu um flókið málefni,“ segir í afsökunarbeiðninni frá The Day. 

„Við biðjum J.K. Rowling afsökunar afdráttarlaust og tökum þessar ásakanir til baka með glöðu geði. Þá munum við einnig greiða henni bætur sem renna til góðgerðarmáls að vali J.K. Rowling.“

Rowling er ötull stuðningsmaður tjáningafrelsisins og skrifaði, ásamt 150 rithöfundum, mannréttindafrömuðum og fræðimönnum undir opið bréf þar sem varað var við hömlum á rökræður. 

Frétt The Guardian.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu áfram að leggja að þér við vinnuna og skipulegði þig heima og í vinnunni. Leggðu gamla hluti til hliðar og haltu á vit framtíðarinnar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu áfram að leggja að þér við vinnuna og skipulegði þig heima og í vinnunni. Leggðu gamla hluti til hliðar og haltu á vit framtíðarinnar.