Segir Harry heimskari en Meghan

Harry og Meghan sögðu sig frá konunglegum skyldum sínum og …
Harry og Meghan sögðu sig frá konunglegum skyldum sínum og fluttu til Bandaríkjanna. AFP

Lady Colin Campbell, höfundur metssölubókar um Díönu prinsessu, er búin að skrifa nýja bók um Harry og Meghan. Campbell segir í viðtali við New Magazine að það sé Meghan sem stjórni í hjónabandinu. 

Campbell segir að almannatenglar Meghan hafi verið duglegir að koma óorði á bókina. Campbell segir meðal annars að það sé sorglegt að Harry hafi yfirgefið bresku konungsfjölskylduna en hann sé svo hrifinn af eiginkonu sinni að hann geri allt fyrir hana. Telur hún að ef Harry hefði kvænst annarri konu væri hann enn að starfa fyrir konungsfjölskylduna. 

„Mín skoðun er sú að Harry er ekki jafn gáfaður og hún og ég held að henn leggi mikið á sig til þess að gera henni til geðs og gera hvað sem hún segir, sama hversu illa skipulagt það er. Hann er blindaður af ást.“

Harry og Meghan.
Harry og Meghan. AFP

Höfundurinn vill ekki segja til um hvort Harry sjái eftir því að hafa sagt sig frá konunglegum skyldum sínum. „Ef þú skoðar vandlega það sem hann hefur sagt þá hefur hann sagt að hann hafi fórnað miklu og það hafi verið honum sársaukafullt. Á sama tíma heldur hún að hún hafi frelsað hann. Ég held að hann sjái þetta ekki þannig, honum finnst hann örugglega hafa fórnað miklu.“

Campbell segir margt líkt með Meghan og móður Harry, Díönu prinsessu. Hún segir þó samband Harry og Meghan mun sterkara en Karls Bretaprins og Díönu prinsessu. Hún telur þó Meghan vera við stjörnvölin og það sé markmið Meghan að verða stærri en Díana. Campbell telur að Meghan hafi haldið að hún gæti flutt til Los Angeles og orðið stórstjarna. Að hennar mati er það mikill misskilningur og efast hún um að Harry og Meghan verði forríkt valdafólk eins og Meghan vonaðist til. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson