Bieber sannfærði West um að hitta Kardashian

Justin Bieber.
Justin Bieber. AFP

Justin Bieber er sagður hafa flogið til Wyoming til þess að hitta Kanye West og sannfært hann um að hitta eiginkonu sína Kim Kardashian.

West hefur hingað til ekki viljað tala við Kardashian en virðist hafa hlýtt ráðleggingum Biebers. Sást til hjónanna nú fyrir skemmstu þar sem þau áttu í tilfinningaþrungnum samræðum. 

„Justin vill vera stuðningsríkur. Hann veit að West hefur verið að semja tónlist og skilur álagið sem það krefst af honum. Þá hefur Bieber einnig mikinn skilning á því að glíma við andleg veikindi en sjálfur hefur hann þurft að leita sér hjálpar,“ segja heimildarmenn.

„Kanye útilokaði Kim. Hún reyndi ítrekað að nálgast hann en hann svaraði hvorki síma né skilaboðum. Hann vildi ekki hitta hana. Hann veit að hann olli henni sárindum og vonbrigðum. Hann tekur það nærri sér og vildi reyna að forðast átök.“

Bieber hvatti hann til þess að tala við hana og úr varð þessi hittingur hjóna. „Kim hafði margt við hann að segja. Hún elskar hann en veit að það er ekki gott að vera í kringum hann núna og alls ekki gott fyrir börnin. Hann verði að taka sig saman í andlitinu áður en hann geti sinnt sínum skyldum gagnvart fjölskyldunni,“ herma heimildarmenn.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu áfram að leggja að þér við vinnuna og skipulegði þig heima og í vinnunni. Leggðu gamla hluti til hliðar og haltu á vit framtíðarinnar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu áfram að leggja að þér við vinnuna og skipulegði þig heima og í vinnunni. Leggðu gamla hluti til hliðar og haltu á vit framtíðarinnar.