Það sem Zara sagði við Harry prins

Hjónin Zara og Mike Tindall.
Hjónin Zara og Mike Tindall. AFP

Í brúðkaupi Eugenie prinsessu á Zara Tindall, dóttir Önnu prinsessu, að hafa sagt við Harry prins: „Hér er mjög hljóðlátt miðað við öskrin í ykkar brúðkaupi.“ Þetta kemur fram í greiningu á varalestri sem breski fjölmiðillinn Mirror lét gera á dögunum.

Var Tindall að vísa til brúðkaups Harrys og Meghan sem fór fram í sömu kirkju aðeins nokkrum mánuðum fyrr. Athygli vakti að þrátt fyrir að Harry sé ofar í kóngaröðinni voru fleiri gestir í brúðkaupi Eugenie prinsessu. Andrés prins sagði að það væri vegna þess að hún ætti svo marga vini. Þá er sagt að það hafi valdið Eugenie og Söruh Ferguson miklu uppnámi að Meghan skyldi tilkynna fjölskyldunni óléttu sína í brúðkaupi Eugenie og þar með stela athyglinni frá brúðinni. 

Mikil umræða hefur verið undanfarið um vanlíðan Harrys og Meghan innan konungsfjölskyldunnar sem varð til þess að þau sögðu sig frá öllum konunglegum störfum. Út er komin bók sem varpar ljósi á kringumstæðurnar og eru meðlimir konungsfjölskyldunnar sagðir hafa tekið misvel á móti Meghan. Má því draga þá ályktun að þessi ummæli Tindall renni stoðum undir þær sögusagnir.

Það var mikið fjölmenni í brúðkaupi Eugenie prinsessu.
Það var mikið fjölmenni í brúðkaupi Eugenie prinsessu. AFP
Zöru fannst full mikil læti í brúðkaupi Harry og Meghan.
Zöru fannst full mikil læti í brúðkaupi Harry og Meghan. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sjálfsagt að velta fyrir sér öllum möguleikum áður en þú ákveður nokkuð um framhaldið. Morgundagurinn verður mun betri.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sjálfsagt að velta fyrir sér öllum möguleikum áður en þú ákveður nokkuð um framhaldið. Morgundagurinn verður mun betri.