Fann fulla konu í sófanum heima hjá sér

Julianne Moore fékk óbeðinn gest.
Julianne Moore fékk óbeðinn gest. AFP

Óskarsverðlaunaleikkonan Julianne Moore ákvað að selja hús sitt í Hamptons í New York-ríki eftir að hún kom að konu undir áhrifum áfengis í sófanum heima hjá sér að því er fram kemur á vef Page Six. Moore og eiginmaður hennar, leikstjórinn Bart Freundlich, keyptu sér þess í stað afgirt hús á sömu slóðum. 

Fólk átti það til að kíkja á fyrra hús Moore í von um að sjá stjörnuna en það á ekki að hafa truflað leikkonuna. Óboðinn gestur fékk þó hjónin til þess að skipta um skoðun og finna sér nýtt hús. Moore fann einn morguninn konu undir áhrifum áfengis sofandi í sófanum sínum. Konan fékk aðeins of mikið að drekka eitt kvöldið á stað í nágrenninu og endaði kvöldið á sófa Moore. 

Nýja húsið hæfir Hollywood-stjörnu mun betur en það gamla og eru mörg sögufræg hús í nágrenninu. Myndlistarmaðurinn Andy Warhol átti á sínum tíma eign í nágrenninu en sú eign seldist í vor á 65 milljónir bandaríkjadala eða tæpa níu milljarða íslenskra króna.

Hjónin Julianne Moore og Bart Freundlich.
Hjónin Julianne Moore og Bart Freundlich. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að leggja þig fram og ná aftur stjórn á hlutunum. Reyndu ekki að vera örlátur heldur beittu almennri skynsemi og verndaðu eigin hagsmuni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að leggja þig fram og ná aftur stjórn á hlutunum. Reyndu ekki að vera örlátur heldur beittu almennri skynsemi og verndaðu eigin hagsmuni.