Fann fulla konu í sófanum heima hjá sér

Julianne Moore fékk óbeðinn gest.
Julianne Moore fékk óbeðinn gest. AFP

Óskarsverðlaunaleikkonan Julianne Moore ákvað að selja hús sitt í Hamptons í New York-ríki eftir að hún kom að konu undir áhrifum áfengis í sófanum heima hjá sér að því er fram kemur á vef Page Six. Moore og eiginmaður hennar, leikstjórinn Bart Freundlich, keyptu sér þess í stað afgirt hús á sömu slóðum. 

Fólk átti það til að kíkja á fyrra hús Moore í von um að sjá stjörnuna en það á ekki að hafa truflað leikkonuna. Óboðinn gestur fékk þó hjónin til þess að skipta um skoðun og finna sér nýtt hús. Moore fann einn morguninn konu undir áhrifum áfengis sofandi í sófanum sínum. Konan fékk aðeins of mikið að drekka eitt kvöldið á stað í nágrenninu og endaði kvöldið á sófa Moore. 

Nýja húsið hæfir Hollywood-stjörnu mun betur en það gamla og eru mörg sögufræg hús í nágrenninu. Myndlistarmaðurinn Andy Warhol átti á sínum tíma eign í nágrenninu en sú eign seldist í vor á 65 milljónir bandaríkjadala eða tæpa níu milljarða íslenskra króna.

Hjónin Julianne Moore og Bart Freundlich.
Hjónin Julianne Moore og Bart Freundlich. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er heppilegur tími til að binda ný vinabönd ef áhugi er fyrir hendi. Sýndu fólki að þú kunnir að meta það sem gert er fyrir þig og gakktu glaður að hverju verki.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er heppilegur tími til að binda ný vinabönd ef áhugi er fyrir hendi. Sýndu fólki að þú kunnir að meta það sem gert er fyrir þig og gakktu glaður að hverju verki.