Sótti um nálgunarbann gegn Bachelor-stjörnu

Cassie Randolph hefur sótt um nálgunarbann gegn Bachelor-stjörnunni Colton Underwood.
Cassie Randolph hefur sótt um nálgunarbann gegn Bachelor-stjörnunni Colton Underwood. Skjáskot/Instagram

Cassie Randolph hefur sótt um nálgunarbann gegn fyrrverandi kærasta sínum, Bachelor-stjörnunni Colton Underwood. 

Ástæður hennar fyrir nálgunarbanninu eru að hann hafi áreitt hana og elt. 

Randolph sótti um nálgunarbannið á föstudaginn síðasta í Los Angeles. Þau hættu saman í maí síðastliðnum en þau kynntust í The Bachelor á síðasta ári. 

Samkvæmt heimildarmönnum People voru ástæðurnar fyrir sambandsslitunum að þau væru ekki á sömu blaðsíðu. „Colton vildi virkilega fara að gifta sig og eignast börn. Hann hefur verið tilbúinn í það lengi. En Cassie var bara ekki tilbúin. Þau vissu bæði að þetta myndi ekki ganga upp,“ sagði heimildarmaðurinn.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verður þú að setjast niður og skrifa lista yfir þau verkefni sem þú hefur látið hrúgast upp að undanförnu. Vertu tilbúinn að deila leyndarmálinu með vini.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verður þú að setjast niður og skrifa lista yfir þau verkefni sem þú hefur látið hrúgast upp að undanförnu. Vertu tilbúinn að deila leyndarmálinu með vini.