Stórtónleikar Marcs Martels færðir til maí 2021

Tónleikarnir hafa verið færðir til 12. maí 2021.
Tónleikarnir hafa verið færðir til 12. maí 2021. Ljósmynd/Aðsend

Stórtónleikum Marcs Martels sem áttu að fara fram í Laugardalshöll hinn 31. október næstkomandi hefur verið frestað til miðvikudagsins 12. maí árið 2021. 

Til stóð að halda Queen-tónleikaveislu með söngvaranum Marc Martel og einni vinsælustu Queen-tributehljómsveit fyrr og síðar, The Ultimate Queen Celebration. Í ljósi samkomutakmarkana og mikillar óvissu næstu mánuði hvað varðar kórónuveirufaraldurinn hefur sú ákvörðun verið tekin að færa tónleikana.

Tina Turner Íslands, Bryndís Ásmundsdóttir, með hið frábæra Tina Turner Power Show mun sjá um að hita upp fyrir Marc Martel – Ultimate Queen Celebration.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er rangt að telja að allt viðgangist bara ef það kemst ekki upp. Gættu þess þó að sum mál eru alls ekki ætluð öðrum, þótt góðir séu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er rangt að telja að allt viðgangist bara ef það kemst ekki upp. Gættu þess þó að sum mál eru alls ekki ætluð öðrum, þótt góðir séu.