Búin að minnka væntingarnar eftir þrítugt

Jana Duggar.
Jana Duggar. skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan Jana Duggar segir að hún sé aðeins búin að minnka væntingarnar um að finna hinn fullkomna kærasta eftir að hún varð þrítug. 

Jana er elsta dóttir Jims Bobs Duggars og Michelle Ruark. Duggar-fjölskyldan var með sinn eigin raunveruleikaþátt á árunum 2008-2015 en systkinahópurinn telur alls 19. 

„Ég var alltaf mun strangari. Mig langaði til að finna einhvern sem væri til í að flytja til Arkansas eða einhvern frá Arkansas, en með tímanum hef ég uppgötvað að ég elska ferðalög meira en mig grunaði. Þannig að núna hugsa ég bara að ef ég elska manninn þá mun ég elta hann á enda veraldar. Ég mun fara hvert sem hann fer. En ég hef ekki fundið hann hingað til,“ sagði Duggar í raunveruleikaþáttunum Counting On

Mörg systkini Duggar eru gift en hún bíður enn eftir hinum eina rétta. Hún kemur úr mjög kristnu samfélagi þar sem miklir fordómar fylgja því að vera enn einhleyp á fertugsaldri. 

„Mér finnst eins og algengasta spurningin þessa dagana sé hvort ég sé í sambandi. Og það er orðið frekar þreytt. Sumir spyrja mig hvort ég sé vandlát og ég held ég sé það samt ekki,“ sagði Duggar. 

Hún segir marga halda að það sé eitthvað svakalega mikið að henni en hún lítur á þessa löngu leit að hinum eina sanna sem lán í óláni.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu það hugfast áður en þú gengur að samningaborði og tekur ákvörðun um framhaldið skaltu lesa smáa letrið tvisvar. Varaðu þig á fagurgala.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu það hugfast áður en þú gengur að samningaborði og tekur ákvörðun um framhaldið skaltu lesa smáa letrið tvisvar. Varaðu þig á fagurgala.