Fannst ekkert að því að kyssa Madonnu

Madonna kyssti þær Britney Spears og Christinu Aguileru á MTV-tónlistarverðlaununum …
Madonna kyssti þær Britney Spears og Christinu Aguileru á MTV-tónlistarverðlaununum árið 2003. REUTERS

Poppstjörnunni Christinu Aguileru fannst lítið mál að kyssa söngkonuna Madonnu á MTV-tónlistarverðlaununum árið 2003. Koss Augileru fékk reyndar litla athygli miðað við koss Britney Spears og Madonnu í sama atriði. 

Söngkonan, sem var á hátindi frægðar sinnar á þessum tíma, segir í nýju viðtali að því er fram kemur á vef People að það sé alltaf gert meira og meira til þess að koma fólki úr jafnvægi. Að því sögðu fannst henni kossinn ekki hneyksli. 

„Ef ég á að vera hreinskilin þá hugsaði ég ekkert um hann,“ sagði Aguilera sem hugsaði bara með sér að þetta væru tvær konur að kyssast. „Þetta var hneyksli þá. Þetta er ekki hneyksli núna að mér finnst. En þetta er svo margt.“

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem söngkonan tjáir sig um kossinn. Fyrir tveimur árum greindi hún frá því að hún hefði fengið litla athygli fyrir kossinn þar sem öll athygli var á Britney Spears og viðbrögðum þáverandi kærasta hennar Justins Timberlakes en Spears var fyrri til að kyssa Madonnu. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu það hugfast áður en þú gengur að samningaborði og tekur ákvörðun um framhaldið skaltu lesa smáa letrið tvisvar. Varaðu þig á fagurgala.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu það hugfast áður en þú gengur að samningaborði og tekur ákvörðun um framhaldið skaltu lesa smáa letrið tvisvar. Varaðu þig á fagurgala.