Eina sem Karl lærði um ást var handaband

Karl Bretaprins á von á sínu fjórða barnabarni.
Karl Bretaprins á von á sínu fjórða barnabarni. AFP

Díana prinsessa sagði eitt sinn að það eina sem fyrrverandi eiginmaður hennar, Karl Bretaprins, hafi lært af foreldrum sínum um ást hafi verið handaband. Þetta kemur fram í nýrri ævisögu, Prince Philip Revealed. 

Í broti sem britist á Mail on Sunday segir höfundurinn Ingrid Sewards að Díana prinsessa hafi rætt þetta við sig. Hún segir Díönu hafa sagt sér frá æsku og uppvexti Karls. 

Díana sagði að Karl hafi ekki oft sýnt tilfinningar sínar og útskýringin á því væri að hann hafi verið alinn þannig upp. „Díana taldi að ef Karl hefði fengið eðilegt uppeldi hefði hann getað skilið betur sínar eigin tilfinningar og einnig hennar tilfinningar,“ sagði Seward. 

„Í staðin, sagði hún að tilfinningar hans hefðu verið kæfðar í fæðingu. Samkvæmt henni fann hann aldrei áþreifanlega fyrir ást foreldra sinna. Barnfóstrur hans voru þær einu sem sýndu honum ást og umhyggi, eins og Díana útskýrði það, var það ekki það sama og vera kysstur og knúsaður af foreldrum sínum, sem Karl upplifði aldrei. Þegar hann hitti foreldra sína þá knúsuðu þau hann ekki: þau heilsuðust með handabandi.“

Sewards fjallar um æsku Karls í bókinni og talar meðal annars um hversu mikið faðir Karls, Filippus hertogi, hafi verið fjarverandi í æsku hans. Hann var heima aðeins tvo af fyrstu átta afmælisdögum Karls. Hún bendir einnig á að Elísabet Englandsdrottning, þá prinsessa, skyldi 4 mánaða gamla Önnu prinsessu og 2 ára gamlan Karl eftir heima í Sandringham yfir jólin á meðan hún fór til Filippusar á Möltu. 

Karl Bretaprins og Díana prinsessa.
Karl Bretaprins og Díana prinsessa. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson