Kóngafólkið í sentimetrum talið

Hávaxið kóngafólk. Vilhjálmur er sagður 191 cm á hæð og …
Hávaxið kóngafólk. Vilhjálmur er sagður 191 cm á hæð og eiginkona hans Katrín hertogynja 175 cm. Hákon krónprins Noregs er 197 cm á hæð en eiginkona hans Mette Marit er 180 cm. AFP

Kóngafólkið ber vanalega höfuðið hátt en sumir eru þó hærri en aðrir. 

Margrét Þórhildur Danadrottning er hávaxnasta drottning Evrópu en hún er sögð vera 182 cm á hæð. Fast á eftir henni fylgir Maxima Hollandsdrottning en hún er 178 cm á hæð.

Mette Marit Noregsprinsessa mun þó einnig hljóta þennan eftirsótta titil þegar hún verður drottning en hún er 180 cm á hæð. Þá er Charlene Mónakóprinsessa einnig afar hávaxin en hún er 177 cm á hæð.

Af konunglegum karlmönnum eru þeir Filippus Spánarkonungur og Hákon krónprins Noregs hávaxnastir. Þeir eru 197 cm og 196 cm á hæð. Fast á eftir þeim fylgir Vilhjálmur Bretaprins sem er 191 cm á hæð. 

Annað kóngafólk í cm:

  • Meghan Markle - 168 cm.
  • Katrín hertogynja - 175 cm.
  • Díana prinsessa - 178 cm.
  • Karl Bretaprins - 178 cm.
  • Elísabet II Bretlandsdrottning - 163 cm.
  • Vilhjálmur prins - 191 cm.
  • Harry prins - 186 cm.
  • Friðrik krónprins Danmerkur - 183 cm.
  • Jóakim Danaprins - 188 cm.
  • Mary krónprinsessa Danmerkur - 172 cm.
  • Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar - 172 cm.
  • Mathilde drottning Belgíu - 175 cm.
  • Silvía Svíadrottning - 170 cm.
  • Filippus Spánarkóngur - 197 cm.
  • Letizia Spánardrottning - 170 cm.
  • Charlene Mónakóprinsessa - 177 cm.
  • Albert Mónakóprins - 181 cm.
Margrét Þórhildur Danadrottning er afar hávaxin.
Margrét Þórhildur Danadrottning er afar hávaxin. Skjáskot/Instagram
Maxima Hollandsdrottning er ein af hávöxnustu drottningum Evrópu og útlit …
Maxima Hollandsdrottning er ein af hávöxnustu drottningum Evrópu og útlit er fyrir að dætur hennar verði einnig hávaxnar. AFP
Matthildur drottning Belgíu er þriðja hæsta drottning Evrópu á eftir …
Matthildur drottning Belgíu er þriðja hæsta drottning Evrópu á eftir Margréti Þórhildi Danadrottningu og Maximu Hollandsdrottningu. AFP
Breska konungsfjölskyldan er ekki alveg jafnhá og hin hollenska. Karl …
Breska konungsfjölskyldan er ekki alveg jafnhá og hin hollenska. Karl Bretaprins er 178 cm á meðan hollenski kóngurinn Willem-Alexander er 183 cm. AFP
Filippus Spánarkonungur er afar hávaxinn eða um 197 cm á …
Filippus Spánarkonungur er afar hávaxinn eða um 197 cm á hæð. Letizia Spánardrottning er 170 cm. AFP
Charlene Mónakóprinsessa er 177 cm á hæð en Albert Mónakóprins …
Charlene Mónakóprinsessa er 177 cm á hæð en Albert Mónakóprins 181 cm. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes