Agnes Joy og Hvítur, hvítur dagur með flestar Eddur

Katla Margrét Þorgeirsdóttir var verðlaunuð fyrir leik sinn í Agnes …
Katla Margrét Þorgeirsdóttir var verðlaunuð fyrir leik sinn í Agnes Joy.

Kvik­mynd­irnar Agnes Joy í leikstjórn Silju Hauksdóttur og Hvítur, hvítur dagur í leikstjórn Hlyns Pálmasonar hlutu hvor um sig sex Edduverðlaun á upp­skeru­hátíð ís­lensku kvik­mynda- og sjón­varps­aka­demí­unn­ar (ÍKSA) sem fram fór fyrr í kvöld. Vegna kórónuveirufaraldursins var athöfnin í ár aðeins rafræn og send út á RÚV. Spaugstofan hlaut heiðursverðlaunin í ár í fyrir æviframlag sitt. 

Ída Mekkín Hlynsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson voru bæði verðlaunuð …
Ída Mekkín Hlynsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson voru bæði verðlaunuð fyrir leik sinn í kvikmyndinni Hvítur, hvítur dagur.
  • Kvikmynd – Agnes Joy
  • Leikstjórn – Hlynur Pálmason fyrir Hvítur, hvítur dagur
  • Handrit – Silja Hauksdóttir, Gagga Jónsdóttir og Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir fyrir Agnes Joy
  • Leikari í aðalhlutverki – Ingvar E. Sigurðsson fyrir Hvítur, hvítur dagur
  • Leikkona í aðalhlutverki – Katla Margrét Þorgeirsdóttir fyrir Agnes Joy
  • Leikari í aukahlutverki – Björn Hlynur Haraldsson fyrir Agnes Joy
  • Leikkona í aukahlutverki – Ída Mekkín Hlynsdóttir fyrir Hvítur, hvítur dagur
  • Barnaefni – Goðheimar
  • Heimildarmynd – Vasulka-áhrifin
  • Stuttmynd – Blaðberinn
  • Sjónvarpsmaður ársins – Helgi Seljan fyrir Kveik
  • Frétta- eða viðtalsþáttur – Kveikur
  • Íþróttaefni – HM-stofan
  • Leikið sjónvarpsefni – Pabbahelgar
  • Mannlífsþáttur – Svona fólk
  • Menningarþáttur – Kiljan
  • Skemmtiþáttur – Áramótaskaup 2019
  • Upptöku- eða útsendingarstjórn – Salóme Þorkelsdóttir og Gísli Berg fyrir Söngvakeppnina 2019
  • Kvikmyndataka – Maria von Hausswolff fyrir Hvítur, hvítur dagur
  • Klipping – Kristján Loðmfjörð og Lína Thoroddsen fyrir Agnes Joy
  • Leikmynd – Hulda Helgadóttir fyrir Hvítur, hvítur dagur
  • Búningar – Margrét Einarsdóttir fyrir Goðheima
  • Tónlist – Edmund Finnis fyrir Hvítur, hvítur dagur
  • Hljóð – Gunnar Árnason fyrir Agnes Joy
  • Gervi – Áslaug Dröfn Sigurðardóttir fyrir Ófærð 2
  • Brellur – Pétur Karlsson, Eva Sólveig Þórðardóttir og Haukur Karlsson fyrir Ófærð 2
  • Heiðursverðlaun – Spaugstofan
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson