Líkti Britney við sjúkling í dái

Lögmaður Britney Spears, Sam Ingham, líkti henni við manneskju í …
Lögmaður Britney Spears, Sam Ingham, líkti henni við manneskju í dái. AFP

Sam Ingham, lögmaður tónlistarkonunnar Britney Spears, sagði hana skorta vitsmunalega hæfni til þess að skrifa undir opinbera yfirlýsingu. Hann líkti getu hennar til að skrifa undir skjöl við manneskju sem liggur í dái. TMZ greinir frá.

Lögráðamannsmál Spears var enn og aftur til umræðu hjá dómara í Los Angeles í gær, miðvikudag. Ingham ræddi þar meðal annars um að Spears vildi ekki halda áfram að koma fram á tónleikum en að faðir hennar, Jamie Spears, væri mjög ákveðinn í því að setja hana aftur á svið. 

Þá spurði dómarann Ingham hvort hann gæti fengið álit hennar sjálfrar um þetta mál og bað um að hún skrifaði undir yfirlýsingu þess efnis. Þá sagði Ingam hana ekki hafa vitsmunalega getu til þess. Hann líkt getu hennar við manneskju sem er í dái, en gaf ekki í skyn að hún væri í raunveru dái.

Mikið hefur verið fjallað um lögráðamannsmál Spears síðustu mánuði en hún hefur verið með lögráðamann frá árinu 2008. Faðir hennar Jamie hefur verði lögráðamaður hennar lengst af en á síðasta ári steig hann tímabundið til hliðar. Spears er sögð ekki vilja fá hann aftur sem lögráðamann sinn og hefur mál hennar því verið inni á borði dómara síðan í ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes