Gal Gadot verður Kleópatra

Gal Gadot mun fara með hlutverk Kleópötru.
Gal Gadot mun fara með hlutverk Kleópötru. AFP

Ísraelska leikkonan Gal Gadot mun fara með hlutverk Kleópötru í kvikmynd leikstýrunnar Patty Jenkins um egypsku drottninguna. Ráðningin hefur hlotið mikla gagnrýni á samfélagsmiðlum. 

„Ég elska að leggja af stað í ný ævintýri, ég elska spennuna yfir nýjum verkefnum, spennuna sem fylgir því að blása lífi í nýjar sögur. Saga Kleópötru er saga sem mig hefur langað til að segja lengi. Gæti ekki verið þakkátari fyrir þetta A-lið,“ skrifaði Gadot um nýja hlutverkið á Twitter. 

Kvikmyndin verður framleidd hjá Paramount Pictures, skrifuð af Laetu Kalogridis en hún mun byggja á kvikmyndinni Cleopatra frá árinu 1963 þar sem Elizabeth Taylor fór með hlutverk drottningarinnar. 

Að ísraelsk kona fari með hutverk egypsku drottningarinnar hefur hlotið mikla gagnrýni og vilja gagnrýnendur heldur að arabísk eða svört kona fái hlutverkið. „Hvaða hollywoodfífli fannst góð hugmynd að gefa ísraelskri leikkonu hlutverk Kleópötru í stað þess að fá fallegri arabískri leikkonu eins og Nadine Njeim það?“ skrifaði blaðamaðurinn Sameera Khan á Twitter. „Og skammastu þín, Gal Gadot. Landið þitt stelur arabísku landi og þú stelur kvikmyndahlutverkunum þeirra,“ bætti Khan við. 

Aðrir hafa bent á að Kleópatra hafi verið af grísk af persneskum og sýrlenskum uppruna þótt hún hafi verið drottning í Egyptalandi. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú freystast til að gefa upp á bátinn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér en nú er einmitt tíminn til að þrauka. Verrtu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú freystast til að gefa upp á bátinn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér en nú er einmitt tíminn til að þrauka. Verrtu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir.