Brad Pitt hættur með kærustunni

Ástarsambandi Brad Pitt og Nicole Poturalski er lokið.
Ástarsambandi Brad Pitt og Nicole Poturalski er lokið. Samsett mynd

Hollywoodleikarinn Brad Pitt er hættur með þýsku fyrirsætunni Nicole Poturalski að því er fram kemur í erlendum slúðurmiðlum. Ástarsamband Pitts og Poturalski vakti athygli í lok sumars þegar þau fóru saman í frí til Frakklands. 

Heimildarmaður Page Six heldur því fram að sambandið hafi ekki verið eins alvarlegt og greint var frá í fjölmiðlum. Parið á að hafa hætt saman fyrir nokkrum vikum að því er fram kemur á vef E!.

Fréttir um sambandsslit Pitts og Poturalski koma aðeins nokkrum dögum eftir að þýska fyrirsætan sást með eiginmanni sínum í Berlín. Poturalski sem er 27 ára er gift eldri manni og á með honum barn en var sögð vera í opnu hjónabandi. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það skiptir öllu í samstarfi að menn virði skoðanir hvers annars og nái samkomulagi um það sem máli skiptir. Að öðrum kosti talarðu fyrir daufum eyrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það skiptir öllu í samstarfi að menn virði skoðanir hvers annars og nái samkomulagi um það sem máli skiptir. Að öðrum kosti talarðu fyrir daufum eyrum.