Hjákona prestsins opnar sig

Carl Lentz og eiginkona hans Laura Lentz.
Carl Lentz og eiginkona hans Laura Lentz. Skjáskot/Instagram

Tveimur vikum eftir að presturinn Carl Lentz var rekinn frá Hillsong-kirkjunni í New York fyrir að halda fram hjá eiginkonu sinni hefur kona stigið fram og sagst vera hjákonan hans. Í viðtali við Vanity Fair opnar Ranin Karim sig um að hún og Letz hafi átt í leynilegu ástarsambandi í um fimm mánuði. 

Lentz greindi frá því sjálfur að ástæðan fyrir því að honum hafi verið sagt upp störfum í Hillsong hafi verið sú að hann var ótrúr eiginkonu sinni. Hann greindi þó ekki frá því við hvern hann hefði haldið. 

Karim segir að Lentz hafi sagt henni frá því að hann væri kvæntur stuttu eftir að þau kynntust, fyrir um fimm mánuðum. Þá reyndi hún að hætta með honum en hann hélt áfram að sýna henni áhuga. Hún segir ekki frá því hvernig þau kynntust. 

„Ég veit í hvaða aðstæður ég kom mér, en á sama tíma langaði mig að gera það rétta í stöðunni og labba í burtu. Ég er ekki skrímsli,“ sagði Karim. Karim er ættuð frá Palestínu og vinnur sem skartgripahönnuður. 

„Ég í alvöru óska þess að ég hafi aldrei hitt hann. Ég sagði honum það margoft því hver var tilgangurinn?“ sagði Karim. 

Uppsögn Lentz var tilkynnt 4. nóvember. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekki að streða við hlutina einn í þínu horni því nú er það hópstarfið sem gildir. Gleymdu ekki að vera til staðar og aðstoða vini þína sem á því þurfa að halda.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekki að streða við hlutina einn í þínu horni því nú er það hópstarfið sem gildir. Gleymdu ekki að vera til staðar og aðstoða vini þína sem á því þurfa að halda.