Hefja rannsókn á viðtalinu við Díönu prinsessu

BBC hygst komast að sannleikanum um Panorama viðtalið við Díönu …
BBC hygst komast að sannleikanum um Panorama viðtalið við Díönu prinsessu. AFP

Breska ríkisútvarpið BBC hefur heitið því að komast að sannleikanum um Panorama-viðtalið fræga sem Martin Bashir tók við Díönu prinsessu árið 1995. Sjálfstæð rannsókn er hafin á málinu og kannað hvort Díana prinsessa hafi verið plötuð í viðtalið.

Charles Spencer, bróðir Díönu, vakti athygli á málinu fyrr í þessum mánuði en hann sagði að blaðamaður BBC, Martin Bashir, hefði falsað skýrslur til að fá Díönu í viðtalið. 

Fyrrverandi hæstaréttardómarinn Dyson lávarður hefur verið skipaður yfir rannsóknarteyminu en hann settist í helgan stein árið 2016. 

„BBC er staðráðið í því að komast að sannleikanum um þessa atburði og þess vegna höfum við hafið sjálfstæða rannsókn. Dyson lávarður er framúrskarandi og virtur maður sem mun leiða rannsóknina,“ sagði Tim Davie útvarpsstjóri BBC. 

BBC

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér vegnar vel í mannlegum samskiptum en þarft að gæta þess að gera ekki meiri kröfur til annarra en þú gerir til sjálfs þín.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér vegnar vel í mannlegum samskiptum en þarft að gæta þess að gera ekki meiri kröfur til annarra en þú gerir til sjálfs þín.