Depp fær ekki að áfrýja

Johnny Depp fær ekki að áfrýja.
Johnny Depp fær ekki að áfrýja. AFP

Bandaríski leikarinn Johnny Depp fær ekki að áfrýja dómnum í meiðyrðamáli sínu gegn breska blaðinu The Sun. Depp tapaði málinu en höfðaði það vegna þess að blaðið sagði hann hafa lamið þáverandi eiginkonu sína, leikkonuna Amber Heard. 

Dómur féll í málinu fyrr í þessum mánuði og sagði dómarinn að ummæli The Sun væru efnislega rétt. Depp var gefinn frestur til 7. desember að áfrýja málinu en Nicol dómari sneri umsókn hans við í síðustu viku. 

Þá er Depp einnig gert að greiða málskostnað The Sun sem hljóðar upp á 630 þúsund pund eða 113 milljónir íslenskra kóna.

BBC

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lausn verkefnis þíns liggur nær þér en þig grunar í fljótu bragði. Sumum finnst þú taka of mikla áhættu, en ekki þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lausn verkefnis þíns liggur nær þér en þig grunar í fljótu bragði. Sumum finnst þú taka of mikla áhættu, en ekki þér.