Depp fær ekki að áfrýja

Johnny Depp fær ekki að áfrýja.
Johnny Depp fær ekki að áfrýja. AFP

Bandaríski leikarinn Johnny Depp fær ekki að áfrýja dómnum í meiðyrðamáli sínu gegn breska blaðinu The Sun. Depp tapaði málinu en höfðaði það vegna þess að blaðið sagði hann hafa lamið þáverandi eiginkonu sína, leikkonuna Amber Heard. 

Dómur féll í málinu fyrr í þessum mánuði og sagði dómarinn að ummæli The Sun væru efnislega rétt. Depp var gefinn frestur til 7. desember að áfrýja málinu en Nicol dómari sneri umsókn hans við í síðustu viku. 

Þá er Depp einnig gert að greiða málskostnað The Sun sem hljóðar upp á 630 þúsund pund eða 113 milljónir íslenskra kóna.

BBC

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tækifærin bíða þín í hrönnum ef þú aðeins opnar augun og ert tilbúinn til þess að vinna með öðrum. Fyrir vikið gætir þú haft áhrif aðra, en mundu að þeir verða að átta sig sjálfir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tækifærin bíða þín í hrönnum ef þú aðeins opnar augun og ert tilbúinn til þess að vinna með öðrum. Fyrir vikið gætir þú haft áhrif aðra, en mundu að þeir verða að átta sig sjálfir.