Sækir formlega um skilnað í annað sinn

Megan Fox og Brian Austin Green eru að skilja.
Megan Fox og Brian Austin Green eru að skilja. AFP

Leikkonan Megan Fox hefur loksins sótt formlega um skilnað frá eiginmanni sínum, leikaranum Brian Austin Green. Hjónin hafa verið gift í tíu ár og eiga saman þrjú börn. Þetta er í annað sinn sem þau ákveða að skilja en Fox sótti einnig um skilnað árið 2015. 

Í haust bárust fréttir af sambandsslitum Fox og Greens. Þau virðast ætla að klára skilnaðinn að þessu sinni og hafa átt í opinberum illdeilum. Fox er einnig komin með kærasta og mætti með hann á rauða dregilinn á dögunum. 

Hin 34 ára gamla leikkona sótti um skilnað í Los Angeles á miðvikudaginn að því er fram kemur á vef E. Einnig kemur fram að Fox tilgreindi ósættanlegan ágreining sem ástæðu skilnaðarins. Hún krefst sameiginlegs forræðis barna þeirra. 

Megan Fox er byrjuð með tónlistarmanninum Machine Gun Kelly.
Megan Fox er byrjuð með tónlistarmanninum Machine Gun Kelly. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sjálfstraust byggist hægt og sígandi, enda er sígandi lukka best. Gamall vinur sendir þér skilaboð, þú ættir að vanda svar þitt vel.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sjálfstraust byggist hægt og sígandi, enda er sígandi lukka best. Gamall vinur sendir þér skilaboð, þú ættir að vanda svar þitt vel.