Berry segist ekki slæm í bólinu

Bólfimi Halle Berry kom til tals á dögunum.
Bólfimi Halle Berry kom til tals á dögunum. AFP

Óskarsverðlaunaleikkonan Halle Berry ákvað að verja frammistöðu sína í svefnherberginu á Twitter eftir að leikkonan LisaRaye McCoy talaði um kynlíf hennar í sjónvarpsviðtali. Berry bað McCoy vinsamlegast að spyrja manninn sinn. 

„Spurðu manninn minn, Van Hunt, hann segir þér allt sem þú þarft að vita,“ tísti Berry og virtist reyndar hafa gaman af. 

Leikkonan LisaRaye McCoy greindi frá því í sjónvarpsþætti á dögunum hvað hún hefði heyrt um kynlíf Berry. „Það er það sem þau sögðu. Ég les það. Ég hef heyrt það. Það er það sem þau segja,“ sagði McCoy. 

McCoy afsakaði orð sín seinna og sagði þau hafa verið tekin úr samhengi. Hún vissi lítið um kynlíf Berry, enda hvorki samkynhneigð né tvíkynhneigð, og sagði Berry gullfallega. Hún útskýrði að hún hefði heyrt þetta þegar myndin Monster's Ball kom út. Hún hefði komið Berry til varnar og sagt að þetta væri bara mynd.

View this post on Instagram

A post shared by FOX SOUL (@foxsoul)

Halle Berry.
Halle Berry. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er óhætt að setja markið hátt því þú munt ná því. Hafðu í huga að allir eru með sinn sérstaka stíl, ekki reyna að breyta öðrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er óhætt að setja markið hátt því þú munt ná því. Hafðu í huga að allir eru með sinn sérstaka stíl, ekki reyna að breyta öðrum.