2000 miðar seldir á Jólagesti

Björgvin Halldórsson og Diddú á Jólagestum Björgvins árið 2009.
Björgvin Halldórsson og Diddú á Jólagestum Björgvins árið 2009. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sala miða á jólatónleika Björgvins Halldórssonar, Jólagesti Björgvins, hefur gengið vonum framar en vegna Covid-19 verða þeir sýndir í streymi, bæði á netinu og í Sjónvarpi Símans og Vodafone. Fólk mun því geta notið jólatónlistar heima í stofu eða við tölvuna laugardaginn 19. desember kl. 20 og verða tónleikarnir sendir út frá Borgarleikhúsinu. „Fólk er svo sannarlega til í þetta,“ segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live sem skipuleggur tónleikana. „Við erum búin að selja til almennings tvö þúsund miða og ofan á það eru fyrirtæki búin að senda inn pantanir fyrir næstum því fjögur þúsund miðum,“ segir Ísleifur. Að samanlögðu nemi því seldir og pantaðir miðar tveimur fullsetnum Laugardalshöllum.

Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live.
Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hátt í 30 þúsund að horfa

Ísleifur segir einn miða keyptan fyrir hvert heimili og líklegt að fjórir til sex horfi á tónleikana fyrir hvern seldan miða. Því megi ætla að allt að 30 þúsund manns muni njóta tónleikanna. Ísleifur bætir við að miðar hafi verið seldir í 15 löndum. „Það er ótrúlega skemmtilegt að sjá hvað þetta er allt að virka. Út af Covid fara allir í streymi og maður leysir öll mál í kringum þetta, réttinda- og kostnaðarmál og þetta er að opna nýjar víddir fyrir okkur. Það er jafnt aðgengi fyrir Íslendinga hvar sem þeir eru á landinu og Íslendingar í útlöndum geta líka horft á þetta,“ segir Ísleifur.

Tónleikar í fullri stærð

Ísleifur segir að áhersla hafi verið lögð á að hafa miðaverð eins lágt og mögulegt væri, 3.900 krónur. „Þetta eru tónleikar í fullri stærð, það er ekki verið að skera þá niður fyrir streymið. Það eru kórar, strengir, dansarar og allur pakkinn,“ bendir hann á en söngvarar sem syngja með Björgvini í ár eru Ágústa Eva Erlendsdóttir, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Bríet, Gissur Páll Gissurarson, Högni Egilsson, Logi Pedro Stefánsson, Margrét Eir Hönnudóttir og Svala, dóttir Björgvins. „Þetta gefur okkur byr undir báða vængi og trú á að fólk sé til í þetta þannig að við höldum bara áfram og gerum meira,“ segir Ísleifur. „Þetta er komið til að vera.“ helgisnaer@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að vera heima og slaka á í dag. Samskipti við nýjan vinnufélaga færa þér nýjar upplýsingar og hafa spennandi breytingar í för með sér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að vera heima og slaka á í dag. Samskipti við nýjan vinnufélaga færa þér nýjar upplýsingar og hafa spennandi breytingar í för með sér.