Klara söng bakraddir fyrir Britney Spears

Rödd Klöru Elías heyrist í laginu Swimming In The Stars …
Rödd Klöru Elías heyrist í laginu Swimming In The Stars með Britney Spears. Samsett mynd

Tón­list­ar­kon­an Klara Ósk Elías­dótt­ir, eða Klara Eli­as, söng bakraddir í nýútkomu lagi Britney Spears. Spears gaf út lagið Swimming In The Stars á afmælisdaginn sinn 2. desember. Í kjölfarið greindi Klara frá því á Instagram að hún söng bakraddraddir. 

„Hlustið og þið heyrið mig syngja bakraddir fyrir drottningu poppsins,“ skrifaði Klara í sögu á Instagram. „Fjórtán ára ég er að fríka út.“

Klara greindi frá verkefninu á Instagram.
Klara greindi frá verkefninu á Instagram. Skjáskot/Instagram

Síðustu ár hefur Klara sem oft var kennd við stúlknasveitina Nylon haslað sér völl í Los Angeles. Í nóvember gaf Klara út sína aðra smáskífu, Champagne, af væntanlegri plötu sem kemur út á næsta ári.

„Ég hef all­an tím­ann verið að fást við tónlist og núna síðustu ár nær ein­göngu að semja fyr­ir annað tón­listar­fólk, plötu­fyr­ir­tæki og sjón­varpsþætti vest­an­hafs,“ sagði Klara í viðtali við Smartland í október. 

Hér fyrir neðan má hlusta á lag Spears. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur byrinn með þér til að klára þau verkefni sem setið hafa á hakanum. Slakaðu á og hleyptu ástinni inn í líf þitt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur byrinn með þér til að klára þau verkefni sem setið hafa á hakanum. Slakaðu á og hleyptu ástinni inn í líf þitt.