Íslenska rokkið lifir góðu lífi

Strákarnir í Red Line eru ekkert að flækja hlutina.
Strákarnir í Red Line eru ekkert að flækja hlutina. Skjáskot

Dauði rokksins er klassíkt umræðuefni sem dúkkar reglulega upp en allt bendir þó til þess að rokkið sé ódrepandi. Á síðustu vikum hefur heilmikið af háværu íslensku rokki komið út sem vert er að skoða nánar.

Fyrstir á blað eru rokkhundar af reyndari gerðinni. Dr. Spock snú aftur með gulann hanska á lofti og veita kærkomna útrás fyrir sóttvarnaþreytu og almennan pirring fyrir faraldursástandi. Covid frændi er kominn og hann er með læti. „Djöflamergur, monnís for nothing og kjötfars,“ yrkir háttvirtur fyrrverandi ráðherra.

Keðjur, leðurbuxur, netabolir, gítarsóló og eldspúandi píur á kantinum. Það gerist ekki mikið meira rokk og ról en það. Red Line er tiltölulega ung hljómsveit úr Mosfellsbænum en það er nokkuð ljóst að þeir eru búnir að fullkomna tæknina við koma mögnurunum upp í 11.

Noise ættu allir rokkhundar að þekkja enda hafa Einar Vilberg og félagar verið að frá aldamótum og gefið út helling af frábæru rokki. „Got to find a way“ er nýjasta lag sveitarinnar sem Kristján Lyngmo gerði metnaðarfullt myndband við.

Toy Machine með þá Baldvin Z og Jenna úr Brain Police er vöknuð úr dvala og sveitin er tilbúin með plötu eftir að hafa verið í dvala frá því rétt upp úr aldamótum. Fyrsta lagið af henni er byrjað að heyrast og það lofar góðu. 

Þeir eru ekki margir sem hafa verið jefn atkvæðamiklir í íslensku tónlistarlífi undanfarin 20 ár og Franz Gunnarsson. Hér heldur hann áfram að gefa út undir nafninu Paunkholm og nýjasta afurðin „Við fundum stað“ er skothelt popprokk.

Andi jólanna svífur yfir vötnum þessa dagana hjá sveitinni Blóðmör sem er búin að koma laginu „Fyrirgefðu að ég rotaði þig um jólin“ inn á vinsældarlista X-ins, sem er náttúrulega heimili rokksins hér á landi. 

Nú skulum við róa okkur aðeins eftir jólarotið og hlusta á órafmagnað lag sem Einar Vilberg gaf út á dögunum undir eigin nafni. Hann á reyndar þátt í flestum lögunum sem eru hér að ofan og er með puttana í flestu rokki sem út kemur á Íslandi ef út í það er farið þar sem hann rekur hljóðverið Hljóðverk.


   

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson