Tanya Roberts látin

Tanya Roberts.
Tanya Roberts. AFP

Leikkonan og fyrirsætan Tanya Roberts er látin, 65 ára að aldri. Roberts lést á sjúkrahúsi í Los Angeles í gær, en fyrir mistök hafði hún verið sögð látin á mánudag. 

Roberts var hvað þekktust fyrir leik sinn í Bond-myndinni A View To A Kill, sem kom út árið 1985 og fór Roger Moore með hlutverk James Bonds. Hún lék einnig í lokaþáttaröð Charlie's Angels árið 1980. 

Roberts hneig niður 24. desember þar sem hún var á göngu með hunda sína og var lögð inn á sjúkrahús. Sambýlismaður Roberts taldi hana látna þegar hann heimsótti hana á sjúkrahúsið á sunnudag. Hann ræddi ekki við lækna á sjúkrahúsinu en sagði við umboðsmann hennar að hann hefði „kvatt Tönyu“. Í viðtali við bandarískan fjölmiðil á mánudag fékk sambýlismaðurinn síðan símtal frá spítalanum og þær fréttir að hún væri enn á lífi. Roberts lést síðan seint í gærkvöldi.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er óhætt að setja markið hátt því þú munt ná því. Hafðu í huga að allir eru með sinn sérstaka stíl, ekki reyna að breyta öðrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er óhætt að setja markið hátt því þú munt ná því. Hafðu í huga að allir eru með sinn sérstaka stíl, ekki reyna að breyta öðrum.