Ár liðið frá andláti Bryants

Ár er liðið frá því körfuboltamaðurinn Kobe Bryant lést í skelfilegu þyrluslysi í Calabasas í Kaliforníu. Með honum í þyrlunni var 13 ára dóttir hans, Gianna. Götulistamenn í Los Angeles hafa skreytt borgina með fallegum verkum til minningar um þennan magnaða íþróttamann sem lést langt fyrir aldur fram.

Bryant var af mörgum talinn einn besti körfuboltamaður allra tíma. Hann var 41 árs að aldri og lét eftir sig þrjár dætur og eiginkonu. Heimsbyggðin syrgði og syrgir enn þennan mikla íþróttamann sem var goðsögn innan vallarins sem utan.

Bry­ant var áber­andi utan vall­ar og var hann meðlim­ur í rapp­hljóm­sveit, lék í þátt­um og bíómynd­um, gaf út bók og leik­stýrði teikni­mynd sem vann Óskar­sverðlaun sem besta stuttmynd í flokki teikni­mynda.

Þá var hann mik­ill stuðnings­maður kvenna í íþrótt­um og hvatti dæt­ur sína til dáða í þeim efnum. Var hann oft með dætr­um sín­um á leikj­um í WNBA, kvenna­deild NBA, og þjálfaði unglingalið dætranna.

Bryant spilaði lengst af með körfuboltaliðinu Los Angeles Lakers en hann hafði verið stuðningsmaður Lakers frá barnsaldri. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson