Eiríkur vill komast í „Vikan á Instagram“

Edda Falak og Lára Clausen eru reglulega í dálknum Vikan …
Edda Falak og Lára Clausen eru reglulega í dálknum Vikan á Instagram. Eiríkur Rögnvaldsson gerir hér með tilraun til að komast inn í dálkinn. Samsett mynd

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor ermeritus í íslensku, birti mynd af sér berum að ofan á Facebook í morgun í þeim tilgangi að komast inn í þann fasta lið „Vikan á Instagram“ sem DV heldur úti. 

„Mitt framlag í dálkinn „Vikan á Instagram“,“ skrifaði Eiríkur við myndina.

Myndin af Eiríki hefur vakið kátínu hjá vinum hans á Facebook sem eru vissir um að hann muni slá í gegn. 

„Vikan á Instagram“ birtist á hverjum mánudegi á DV.is þar sem er tekið saman það helsta sem áhrifavaldar og þekktir einstaklingar í þjóðfélaginu birtu á samfélagsmiðlinum síðastliðna viku. 


 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu liðið vera liðið í samskiptum við aðra og hafðu stjórn á skapi þínu. Taktu málin föstum tökum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu liðið vera liðið í samskiptum við aðra og hafðu stjórn á skapi þínu. Taktu málin föstum tökum.