Kim Kardashian sækir um skilnað

Kanye West og Kim Kardashian í Metropolitan-safninu árið 2019.
Kanye West og Kim Kardashian í Metropolitan-safninu árið 2019. AFP

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hefur sótt um skilnað frá eiginmanni sínum til sjö ára, rapparanum Kanye West. TMZ og fleiri erlendir miðlar greina frá.

Eitt og annað hefur verið ritað um hugsanlegan skilnað stjörnuparsins síðustu mánuði, en Kanye er sagður hafa flutt af heimili þeirra í Kaliforníu fyrir nokkrum mánuðum og Kim verið ein með börnum þeirra.

Kanye og Kim eiga saman fjögur börn, en Kim sækist eftir fullu forræði og er Kanye sagður sáttur við þá skipan.

Kim Kardashian hefur tvívegis áður verið gift. Hún var gift tónlistarmanninum Damon Thomas til fjögurra ára frá 2000-2004 og körfuboltamanninum Kris Humphries í 72 daga. Kanye hefur hins vegar aldrei áður verið kvæntur.

Kanye West hefur glímt við andleg veikindi um árabil og eru þau sögð hafa sett svip sinn á sambandið. Árið 2018 gaf hann út plötuna Ye en á plötuumslaginu er skrifað I hate being bipolar it's awesome (Ég hata að vera með geðhvarfasýki, það er frábært) sem vísar til þess hve öfugsnúið lífið getur verið. Á plötunni tjáir Kanye sig um veikindin, sjálfsmorðshugleiðingar og ást sína á Kim.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að þú getur ekki alltaf gert svo öllum líki. Láttu ekkert verða til að æsa þig upp. Reyndu að skoða hegun þína í raunsæju ljósi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að þú getur ekki alltaf gert svo öllum líki. Láttu ekkert verða til að æsa þig upp. Reyndu að skoða hegun þína í raunsæju ljósi.