Kallar fyrrverandi „gráðuga tík“ í nýju lagi

Dr. Dre.
Dr. Dre. AFP

Tónlistamaðurinn Dr. Dre virðist vera taka gremju sína í garð fyrrverandi eiginkonu sinnar, Nicole Young, út í listsköpun sinni. Í sýnishorni úr lagi með DJ Silk og KXNG Crooked rappar hann um gráðuga tík sem lýgur upp á hann. 

Dre og Young standa nú í skilnaði en nýlega fór hún fram á að hafa aðgang að húsi þeirra og fá framfærslueyri frá honum. Dómari staðfesti eingreiðslu framfærslueyris og þarf Dre að greiða henni 2 milljónir bandaríkjadala. 

Dre hefur sakað hana um að stela peningum úr fyrirtæki hans og sakar hana um að ljúga upp á hann. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að læra heilmikið á sviði vissrar lífskúnstnar. Stundum borgar það sig að hafa fyrir hlutunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að læra heilmikið á sviði vissrar lífskúnstnar. Stundum borgar það sig að hafa fyrir hlutunum.